Heim 2. tbl. 2024 Tvö Íslandsmet slegin á Íslandsmóti ÍF í frjálsum

Tvö Íslandsmet slegin á Íslandsmóti ÍF í frjálsum

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Tvö Íslandsmet slegin á Íslandsmóti ÍF í frjálsum
0
441

Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss fór fram á Akureyri um síðastliðna helgi. Mótshaldari að þessu sinni var félagið UFA, Ungmennafélag Akureyrar þar sem þau sáu um framhvæmd mótsins samhliða Meistaramóti Íslands.

Það var sól og hlýtt fyrir norðan sem sýndi sig í frammistöðu keppenda. Tvö íslandsmet voru slegin á mótinu og Ármenningar komu, sáu og sigruðu í stigakeppni liða. Stefanía Daney Guðmundsdóttir, UFA, setti nýtt íslandsmet í 100m hlaupi í flokki T20 þar sem hún kom í mark á tímanum 13,38 sek. Einnig setti Aníta Ósk Hrafnsdóttir nýtt íslandsmet þegar hún kom í mark í 1500m hlaupi á tímanum 7:03.69 en hún keppir í flokki T20.

Undirbúningur og framkvæmd mótsins var í höndum frjálsíþróttanefndar ÍF og mótstjórn UFA. Stjórn ÍF vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu við mótið og skiluðu því í góðri umgjörð.

Hér má nálgast öll úrslit mótsins en þó nokkur persónuleg met voru slegin yfir helgina.

http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00001493

Myndir af mótinu má finna á:
Myndasíðu FRÍ: https://www.flickr.com/photos/icelandathletics/albums/
Myndasíðu Ármanns: https://www.flickr.com/photos/armannfrjalsar/albums/72177720318391355

Myndir með frétt/ Hlín og Ingeborg

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…