Heim 2. tbl 2023 Aníta setti Íslandsmet á Norðurlandamótinu

Aníta setti Íslandsmet á Norðurlandamótinu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Aníta setti Íslandsmet á Norðurlandamótinu
0
1,205

Íslenskt frjálsíþróttafólk gerði gott mót á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum fatlaðra um síðustu helgi. Mótið fór fram í Lilleström í Noregi undir stjórn Romarike friidretsklub. Þónokkrir Norðurlandameistaratitlar bættust við í safnið hjá íslenska hópnum og nýtt Íslandsmet leit dagsins ljóst hjá Anítu Ósk Hrafnsdóttur.

Ísland sendi sjö keppendur við mótið en þau voru:

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir
Aníta Ósk Hrafnsdóttir
Stefanía Daney Guðmundsdóttir
Ingeborg Eide Garðarsdóttir
Emil Steinar Björnsson
Michel Thor Masselter
Alexander Már Bjarnþórsson

Alexander Már var að taka þátt í sínu fyrsta Norðurlandamóti og var því nýliði hópsins þetta árið. Íslandsmetið setti Aníta Ósk Hrafnsdóttir í 1500m hlaupi T20 kvenna þegar hún kom í mark á tímanum 7:09,71 mín. og hafnaði í 2. sæti á eftir hinni sænsku Söru Nyström.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir fór einnig mikinn á mótinu og varð fjórfaldur Norðurlandameistari og heilt yfir var frammistaða hópsins sterk en íslenski hópurinn kom heim með átta verðlaun frá keppninni.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Myndir/ Kári: Íslenski hópurinn í Lilleström í Noregi þar sem NM fór fram. Á neðri myndinni er nýliðinn Alexander Már.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…