Heim 1. tbl 2023 Snævar með gull á Global Games: Stefanía með nýtt Íslandsmet

Snævar með gull á Global Games: Stefanía með nýtt Íslandsmet

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar með gull á Global Games: Stefanía með nýtt Íslandsmet
0
801

Global Games standa nú yfir í Vichy í Frakklandi en leikarnir eru alþjóðaleikar VIRTUS sem eru heimssamtök íþróttafólks með þroskahamlanir. Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson hefur þegar landað gullverðlaunum í sundi og frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir er búin að setja nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi.

Snævar landaði gullverðlaunum í 200m flugsundi en Stefanía átti Íslandsmetið sjálf í 400m hlaupi frá árinu 2019. Þá hljóp hún 400m á 65,13 sek. á opna pólska meistaramótinu. Hún tók sig til í Frakklandi núna og hljóp á 64,50 sek.

Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram á „npciceland“ sem og í beinni á sjónvarpsrás mótshaldara hér.

Mynd/ Íslenski hópurinn við setningarathöfnina í Frakklandi

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …