Heim 1. tbl 2023 Snævar með gull á Global Games: Stefanía með nýtt Íslandsmet

Snævar með gull á Global Games: Stefanía með nýtt Íslandsmet

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar með gull á Global Games: Stefanía með nýtt Íslandsmet
0
874

Global Games standa nú yfir í Vichy í Frakklandi en leikarnir eru alþjóðaleikar VIRTUS sem eru heimssamtök íþróttafólks með þroskahamlanir. Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson hefur þegar landað gullverðlaunum í sundi og frjálsíþróttakonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir er búin að setja nýtt Íslandsmet í 400m hlaupi.

Snævar landaði gullverðlaunum í 200m flugsundi en Stefanía átti Íslandsmetið sjálf í 400m hlaupi frá árinu 2019. Þá hljóp hún 400m á 65,13 sek. á opna pólska meistaramótinu. Hún tók sig til í Frakklandi núna og hljóp á 64,50 sek.

Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram á „npciceland“ sem og í beinni á sjónvarpsrás mótshaldara hér.

Mynd/ Íslenski hópurinn við setningarathöfnina í Frakklandi

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…