Heim Berlín 2023 Sigurjón Ægir sló í gegn

Sigurjón Ægir sló í gegn

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Sigurjón Ægir sló í gegn
0
336

Það ætlaði allt um koll að keyra í lyftingasalnum í dag þegar Sigurjón Ægir Olafsson mætti til leiks

Hann rúllaði inn í hjólastól, hefur skert jafnvægi og notar göngugrind dagsdaglega en vegna langra vegnalengda á keppnisstöðum hentar hjólastóll betur

Hann mætti á sviðið, steig upp úr stólnum, reyndi að ná eins góðu jafnvægi og hægt var og tók svo upp lóðin, hvert af öðru. Keppti í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju og salurinn trylltist af fögnuði að sjá hvað hann var fær um að gera, þrátt fyrir sína skertu hreyfifærni.

Þetta var einstök upplifun fyrir alla sem þarna voru og Ísland átti sannarlega magnaðan fulltrúa á sviðinu.

Hann hlaup fjórða sætið fyrir samanlagðan árangur en var ótvírætt sigurveigari dagsins á leikunum í dag

Eftir keppnina var hann umkringdur fjölmiðlum sem vildu kynnast þessum magnaða íþróttamanni og hans sögu

Hann kom sá og sigraði og sýndi að ALLT ER HÆGT

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In Berlín 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri búinn að sanna sig heldur betur og fékk frábært tilboð frá Special Olympics i Evrópu 

Magnús Orri Arnarson hefur hlotið þann mikla heiður að sjá um myndatöku á Evrópuraðstefnu …