Heim 1. tbl. 2025 Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra sett í Laugardalshöll

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra sett í Laugardalshöll

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra sett í Laugardalshöll
0
214

Sambandsþing Íþróttasamband fatlaðra árið 2025 sem fer fram í Laugardalshöll hefur verið sett og fer fram í dag, 26. apríl. Eftirfarandi aðilar fengu afhent gullmerki ÍF, þau afhentu Þórður Árni Hjaltested og Jón Björn Ólafsson.

Linda Kristín Kristinsdóttir, Þór Jónsson, Jóhann Steinar Ingimundarson og Auður Inga Þorsteinsdóttir.

Jón Heiðar Jónsson formaður Akurs og Sigríður Þórunn Jósepsdóttir varaformaður afhentu gullmerki Akurs í tilefni afmælis ÍBA sem haldið var fyrr á árinu. Eftirfarandi aðilar fengu gullmerki Akurs.

Þórður Árni Hjaltested og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Hafsteinn Pálsson varaforseti ÍSÍ afhentu gullmerki ÍSÍ til eftirfarandi aðila.

Helgi Þór Gunnarsson og Ásta Katrín Helgadóttir

Önnur spennandi og áhugaverð verkefni voru einnig kynnt. Anna Karólína kynnti verkefnið YAP (Young Athletes Program) sem snýr að því að skapa ný tækifæri fyrir börn með sérþarfir og Valdimar Óskar Gunnarson sagði frá verkefninu „Allir með“ sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn innan íþróttahreyfingarinnar.

Mynd/ Thelma Dögg: Linda Kristín Kristinsdóttir, Jóhann Steinar Ingimundarson og Auður Inga Þorsteinsdóttir ásamt Þórði Árna sem sæmdi þau gullmerki. Á myndina vantar Þór Jónsson.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Thelma Dögg tekur við sem Íþróttafulltrúi ÍF

Thelma Dögg Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttafulltrúi Íþróttasambands fatlaðra o…