Róbert Ísak Jónsson keppti um síðustu helgi á Opna Pólska vetrar meistaramóti fatlaðra í sundi ( Winter Polish Open Championships) sem fram fór í Szczecin í Póllandi. Mótið er samþykkt af IPC og tilgangur ferðarinnar var að reyna við að ná lágmörkum á Paralympics í París 2024 en síðast séns til að ná lágmörkum á þá er á RIG Reykjavik International Games sem fram fara í lok janúar.
Mótið var mjög vel skipulagt og tiltölulega auðvelt er að komast þangað þar sem Szczecin er við landamæri Póllands og Þýskalands og tekur rúma tvær klst. að keyra frá flugvellinum í Berlín. Pólverjarnir tóku vel á móti Róberti og Ragnari Friðbjarnarsyni landsliðsþjálfara og vilja endilega taka á móti stærri hóp frá íslandi á næsta ári.
Keppt er í opnum fokki, það er allir flokkar saman og þrír stiagahæstu fá verðlaun. Róbert vann til tvennra gullverðlauna á mótinu, fyrst í 100m bringusundi er hann synti á tímanum 1:10.53mín eða 898 stig. Svo í 100m flugsundi 59.54sek eða 885 sti. Ekki tókst að ná lágmörkum á Paralympics að þessu sinni en hann stefnir á að ná þessu á RIG.
Róbert Ísak keppir í flokki S14 en það er flokkur sundmanna með þroskahamlanir. Flokkurinn hefur tekið gríðarlegum framförum allar götur frá árinu 2009 þegar keppendur í flokknum fengu á ný að vera með í alþjóðlegum mótum viðurkenndum af IPC. Þegar þetta er ritað eru Róbert og Ragnar á leið á NM í sundi en Róbert og Thelma Björg Björnsdóttir verða fulltrúar Íslands við mótið.
Mynd/ Róbert Ísak með gullverðlaunin í Póllandi.