Heim 2. tbl 2023 Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu
0
594

Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stuðning fyrirtækisins við starfsemi ÍF og er samningurinn til tveggja ára.

Frá fyrsta degi hefur allur ágóði af starfsemi Íslenskrar getspár runnið til uppbyggingar í þágu einstaklinga sem glíma við fötlun annars vegar og til æskulýðs- og íþróttamála um allt land hins vegar. Með þessum fjármunum hefur mörgu Grettistakinu verið lyft hér á landi í gegnum tíðina og hin mikla þátttaka þjóðarinnar í leikjum Íslenskrar Getspár sýnir að við erum öll í þessu saman.

Fyrir dyrum stendur undirbúningur og þátttaka Íslands í Paralympics sem fram fer í París 2024 – 45 daga íþróttahátíð sem hefst með setningu Ólympíuleikanna og endar með lokhátíð Paralympics leikanna.

Íslensk Getspá hefur um langt árabil verið öflugur bakhjarl íþrótta fatlaðra hér á landi og er ÍF afar ánægt með áframhaldandi samstarf sem gerir sambandinu kleift að efla enn frekar starf sitt í þágu íþrótta fatlaðra hér á landi.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Halldóra María Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslenskrar Getspár og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍF við undirritun samningsins.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…