Heim 2. tbl 2023 Verið hjartanlega velkomin á Paralympic daginn 2023.

Verið hjartanlega velkomin á Paralympic daginn 2023.

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Verið hjartanlega velkomin á Paralympic daginn 2023.
0
956

Dagurinn er haldinn í tengslum við alþjóðadag fatlaðra sem er 3. desember ár hvert.

Á heimsvísu eru íþróttir fatlaðra nú kynntar með yfirheitinu PARASPORT og undir því yfirheiti eru allar íþróttir sem keppt er í á Paralympics eða Ólympíumóti fatlaðra svo sem Para-swimming (sund), Para-athletics (frjálsar), Para-cycling (hjólreiðar), Para-archery (bogfimi) en þetta eru þær íþróttagreinar sem við eigum möguleika á að vera með þátttakendur í á næstu Paralympics sem fram fara í París næsta sumar. Orðið PARA í þessu samhengi er komið frá orðinu PARALELL eða að vera á pari við eða samhliða. Í þessu samhengi er IPC Alþjóðaíþróttahreyfing fatlaðra á pari við IOC sem er Alþjóða Ólympíuhreyfingin eða með öðrum orðum íþróttir fatlaðra eru á pari við allar íþróttir sem stundaðar eru á heimsvísu.

Paralympic dagurinn er nú sem hingað til helgaður kynningu á íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda Íþróttasambands fatlaðra (ÍF). Íþróttanefndir ÍF, aðildarfélög ÍF og samstarfsaðilar sambandsins koma saman í frjálsíþróttahúsinu í Laugardal, sem tengt er Laugardalshöll, til að kynna íþróttagreinar sem í boði eru og starfsemi íþróttafélaga fatlaðra. Samstarfsaðilar ÍF verða með kynningar og boðið er upp á veitingar í boði Toyota á Íslandi. Einnig verða drykkir í boði Coke á Íslandi.

Allir með! Markmiðið með deginum er að auka þátttöku í íþróttum fatlaðra. Markhópurinn eru fatlaðir einstaklingar og eru fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna sérstaklega hvattar til að koma á staðinn til að kynna sér íþróttir sem í boði eru og átta sig á framboðinu, eða fjölbreytileikanum sem í boði er hér á landi.

Mikilvægi hreyfingar er mikil og ekki síst fyrir einstaklinga með fötlun sem geta með markvissri þátttöku í íþróttum aukið lífsgæði og getu til þátttöku í samfélaginu.

Verið öll velkomin á Paralympic dag ÍF laugardaginn 2. desember milli kl. 13 og 15 í frjálsíþróttahúsið tengt Laugardalshöll.

Með kveðju,
Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…