Heim 2. tbl 2023 FÓTBOLTAFJÖR — ALLIR MEÐ

FÓTBOLTAFJÖR — ALLIR MEÐ

3 min read
Slökkt á athugasemdum við FÓTBOLTAFJÖR — ALLIR MEÐ
0
350

Special Olympics á Íslandi, KSÍ og Hí stóðu sameiginlega að verkefninu „Fótboltafjör“ um helgina.

Verkefnið er tengt íþróttaviku Evrópu en þarna var boðið upp á fjölbreyttar stöðvar þar sem allir gátu komið og spreytt sig í fótbolta.

Nemendur íþróttafræðibrautar Hí sáu um upphitun og  skipulag stöðva og höfðu umsjón með framkvæmd í íþróttahúsinu Miðgarði, Garðabæ.

Einnig var einn nemenda hópur með það verkefni að taka myndir og viðtöl og safna kynningarefni sem nýta má í framtíðinni.

Hinn frægi „Moli“ mætti frá KSÍ og spjallaði við þátttakendur og gaf keppendum gjafir frá KSÍ í lok móts.

Allir fengu þátttökupening frá Special Olympics á Íslandi en engin keppni var í gangi nema óformleg keppni í lokin, þar sem allir tóku þátt.

Stærsti hópur þátttakenda kom frá liði Stjörnunnar/Aspar og Gunnhildur Yrsa sem kom að undirbúningi, hvatti sitt lið áfram.

Nokkrir eru nýbyrjaðir þar og aðrir búnir að æfa fótbolta lengi. 

Þátttakendur voru líka nokkrir sem aldrei hafa farið á fótboltaæfingu og vonandi kviknar á neista hjá þeim.

Special Olympics á Ísland og Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri kæru þakklæti til KSÍ og HÍ fyrir frábært samstarf.

Nemendur sem eru á þriðja ári í HÍ stóðu sig einstaklega vel og lögðu metnað í verkefnið sem er hluti af námskeiði um íþróttir margbreytileikans.

Námskeiðinu er stýrt af Ana Geppart í nánu samstarfi við ÍF og starfsbraut FB.

Mikil ánægja var með „Fótboltafjör“ jafnt hjá þátttakendum sem þeim sem stóðu að þessu verkefni.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Woody Harrelson á Special Olympics!

Special Olympics á Íslandi hefur unnið að því í marga mánuði að fá kvikmyndina CHAMPIONS  …