Heim 1. tbl. 2025 Melkorka nýr verkefnastjóri afreksmála og landsliðsþjálfari í frjálsum

Melkorka nýr verkefnastjóri afreksmála og landsliðsþjálfari í frjálsum

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Melkorka nýr verkefnastjóri afreksmála og landsliðsþjálfari í frjálsum
0
525

Melkorka Rán Hafliðadóttir er nýr verkefnastjóri afreksmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra og landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum.

Melkorka hefur frá árinu 2021 sinnt hlutastörfum fyrir ÍF en sumarið 2021 var hún á meðal starfsmanna sem fylgdu íslenska hópnum á Paralympics í Tokyo í Japan. Þar var hún bæði aðstoðarþjálfari og meðlimur í fararstjórn.

Kári Jónsson lauk samningi sínum sem landsliðsþjálfari ÍF  um áramót en Kára verður seint fullþakkað fyrir sín öflugu störf sem landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum íþróttum. Melkorka starfaði um hríð með Kára sem nefndarmaður í frjálsíþróttanefnd ÍF og hefur á síðustu árum gengið í fjölbreytt störf á vegum sambandsins.

Sem verkefnastjóri afreksmála fær Melkorka það verðuga verkefni að halda utan um fremsta afreksíþróttafólk landsins úr röðum fatlaðra.

Melkorka er með meistarapróf í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík en þá hefur hún einnig sinnt styrktarþjálfun hjá Knattspyrnudeild KR, Körfuknattleiksdeild Aþenu og þjálfað frjálsar hjá FH um árabil. Þá var Melkorka annar tveggja Íslendinga sem sóttu námskeið Alþjóða Ólympíuakademíunnar sem fram fór í Ólympíu í Grikklandi í júní á síðasta ári.

Mynd/ JBÓ – Þórður Árni formaður ÍF og Melkorka Rán nýr verkefnastjóri afreksmála og landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Suðri meistari í 1. og 2. deild

Íslandsmótinu í sveitakeppni í boccia 2025 lauk í Blue-Höllinni í Reykjanesbæ í dag. Suðri…