Heim 2. tbl. 2024 Fánaberar Íslands á Paralympics í París

Fánaberar Íslands á Paralympics í París

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fánaberar Íslands á Paralympics í París
0
98

Miðvikudaginn 28. ágúst fer fram setningarhátíð Paralympics í París 2024.

Frá 2020 hefur verið lagt áherslu á að frá öllum löndum séu tilnefndir tveir fánaberar, bæði karl og kona. Fánaberar Íslands á morgun verða þau Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson. Sonja keppir í bæði í 50m baksundi og 100m skriðsundi en þetta verða hennar þriðju leikar þar sem hún keppti bæði Bejing 2008 og Ríó 2016. Már Gunnarsson keppir í 100m baksundi en þetta verður í annað sinn sem hann keppir þar sem hann keppti í Tókýó 2020.

Setningararhátíð leikanna verður nú í fyrsta skipti haldin fyrir utan leikvang og inni í miðri borg. Íþróttafólk mun fara í skrúðgöngu um hið fræga Avenue des Champs-Elysses og að Place de la Concorde. Búist er við að um 65.000 áhorfendur fái að verða vitni að þessari sögulegu stund. Hátíðin hefst á íslenskum tíma kl 18:20 (kl 20:20 í Frakklandi).


Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með Leikarnir

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir sem verður sannkölluð íþróttaveisla…