Miðvikudaginn 28. ágúst fer fram setningarhátíð Paralympics í París 2024.
Frá 2020 hefur verið lagt áherslu á að frá öllum löndum séu tilnefndir tveir fánaberar, bæði karl og kona. Fánaberar Íslands á morgun verða þau Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson. Sonja keppir í bæði í 50m baksundi og 100m skriðsundi en þetta verða hennar þriðju leikar þar sem hún keppti bæði Bejing 2008 og Ríó 2016. Már Gunnarsson keppir í 100m baksundi en þetta verður í annað sinn sem hann keppir þar sem hann keppti í Tókýó 2020.
Setningararhátíð leikanna verður nú í fyrsta skipti haldin fyrir utan leikvang og inni í miðri borg. Íþróttafólk mun fara í skrúðgöngu um hið fræga Avenue des Champs-Elysses og að Place de la Concorde. Búist er við að um 65.000 áhorfendur fái að verða vitni að þessari sögulegu stund. Hátíðin hefst á íslenskum tíma kl 18:20 (kl 20:20 í Frakklandi).