Heim Jólakveðja Jólakveðja Hvata og félaga

Jólakveðja Hvata og félaga

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Jólakveðja Hvata og félaga
0
920

Hvata-fólk óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og heilbrigðis og hamingju á komandi ári.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um hversu skrítið 2020 hefur verið, til dæmis færðist Hvati á netið sem neyðarúrræði en dafnar vel þar og hefur verið vel tekið, það er ágætis áminning um að í öllum breytingum felast tækifæri. Við þökkum frábærar móttökur og hlökkum til að stefna hærra og lengra á næsta ári í félagsskap ykkar.

Kristbjörn og Anna María í jólaskapi

Kristbjōrn Óskarsson og Anna María Bjarnadóttir á Húsavík eru komin í jólaskap. þau hafa verið dugleg við að kynna Hvata og voru sannarlega aðaldreifingaraðilar blaðsins þegar það var prentað. Þá mátti sjá blaðið í öllum búðum Húsavíkur og tvōfalt magn var alltaf sent til Bocciadeildar Vōlsungs á Húsavík sem er aðildarfélag ÍF. Nú geta allir deilt blaðinu á netinu heiman að frá sér, Kristbjörn og Anna hvetja alla til að dreifa Hvata á netinu af sama dugnaði og þau áður dreifðu prentútgáfunni.

Gleðileg jól!

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In Jólakveðja
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…