Heim 1. tbl 2023 Íslenski hópurinn mættur til Þýskalands: Vinabæjarheimsókn hafin!

Íslenski hópurinn mættur til Þýskalands: Vinabæjarheimsókn hafin!

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslenski hópurinn mættur til Þýskalands: Vinabæjarheimsókn hafin!
0
890

Heimsleikar Special Olympics eru handan við hornið en að þessu sinni fara þeir fram í Berlín í Þýskalandi. Ísland verður með myndarlegan hóp ytra en aukalega við 30 flotta keppendur er ríflega 100 manna stuðningsmannahópur skipaður aðstandendum og velunnurum.

Tekið var vel á móti íslenska hópnum í höfuðstað Þýskalands í gær en þar dvaldi hópurinn ekki lengi við og hélt áleiðs til vinabæjarins Kepmten og verður hópurinn þar fram á fimmtudag. Vinabæjarverkefni eru fastur liður í heimsleikum Special Olympics þar sem þjóðirnar setjast fyrstu daga leikana að í bæjum og borgum víðsvegar og kynnast heimafólki, menningu þeirra og mynda tengsl.

Hér má lesa nánar um íslenska hópinn, keppendur, íþróttagreinar og margt fleira og hér að neðan má svo einnig sjá glæsilegt kynningarmyndband sem Magnús Orri Arnarson gerði í aðdraganda þátttöku okkar í leikunum.

Hægt er að fylgjast betur með hópnum á FB-síðu Special Olympics á Íslandi sem og á Instagram á: specialolympicsiceland

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Róbert kominn inn á Paralympics í París!

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur bæst við keppendahóp Íslands fyrir Paralympics sem …