Ingeborg Eide Garðarsdóttir verður á meðal keppenda á Paralympics í sumar en Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, staðfesti nýverið sæti hennar við leikana. Ingeborg er þar með orðinn fyrsta frjálsíþróttakonan sem kemst inn á leikana þetta sinnið en áður höfðu fjórir íslenskir sundmenn unnið sér inn sæti á leikunum.
Ingeborg kastaði margsinnis yfir svokölluðu „high performance” viðmiði fyrir leikana og hefur sótt vel í sig veðrið síðasta árið.
Ingeborg er núna stödd á Akureyri þar sem Íslandsmót ÍF og meistaramót Íslands í frjálsum fara fram. Langstökkvarinn Stefanía Daney Guðmundsdóttir bíður einnig svara með sæti í París en það er hluti af boðsferli sem skýrist síðar.
Til hamingju með farseðilinn til Parísar ingeborg!