Heim 2. tbl. 2024 Ingeborg komin með farseðilinn til Parísar

Ingeborg komin með farseðilinn til Parísar

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg komin með farseðilinn til Parísar
0
550

Ingeborg Eide Garðarsdóttir verður á meðal keppenda á Paralympics í sumar en Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, staðfesti nýverið sæti hennar við leikana. Ingeborg er þar með orðinn fyrsta frjálsíþróttakonan sem kemst inn á leikana þetta sinnið en áður höfðu fjórir íslenskir sundmenn unnið sér inn sæti á leikunum.

Ingeborg kastaði margsinnis yfir svokölluðu „high performance” viðmiði fyrir leikana og hefur sótt vel í sig veðrið síðasta árið.

Ingeborg er núna stödd á Akureyri þar sem Íslandsmót ÍF og meistaramót Íslands í frjálsum fara fram. Langstökkvarinn Stefanía Daney Guðmundsdóttir bíður einnig svara með sæti í París en það er hluti af boðsferli sem skýrist síðar.

Til hamingju með farseðilinn til Parísar ingeborg!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…