Heim 1. tbl 2023 HM sett í Manchester þar sem Thelma var fánaberi

HM sett í Manchester þar sem Thelma var fánaberi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við HM sett í Manchester þar sem Thelma var fánaberi
0
917

Heimsmeistaramót IPC í sundi í 50m laug er hafið í Manchester í Bretlandi. Opnunarhátíð mótsins fór fram í gærkvöldi þar sem sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR var fánaberi við hátíðina.

Ísland á þrjá keppendur við mótið en það eru þær Thelma Björg og Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR og Már Gunnarsson frá Guilford City sundklúbbnum. Með þeim í för ytra eru Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF og Ragnheiður Runólfsdóttir þjálfari.

Hér að neðan er keppnisdagskrá íslenska hópsins en hægt verður að fylgjast með öllu mótinu í beinni á Facebook-síðu ÍF

  1. ágúst
    Thelma Björg Björnsdóttir – 400m skriðsund S6
    Sonja Sigurðardóttir – 50m baksund S3
  2. ágúst
    Thelma Björg Björnsdóttir – 100m bringusund SB5
    Sonja Sigurðardóttir – 50m skriðsund S3
  3. ágúst
    Már Gunnarsson – 100m baksund S11
    Sonja Sigurðardóttir – 200m skriðsund S3
  4. ágúst
    Sonja Sigurðardóttir – 100m skriðsund S3

Mynd/ Jon Super: Thelma við setningarhátíð HM í gærkvöldi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag …