Heim 2. tbl 2021 - ÍF Hilmar í toppstandi fyrir lokadaginn segir þjálfarinn

Hilmar í toppstandi fyrir lokadaginn segir þjálfarinn

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar í toppstandi fyrir lokadaginn segir þjálfarinn
0
916

Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings tekur þátt í sinni lokakeppni á Vetrar Paralympics í Peking á morgun, sunnudaginn 13. mars. Keppt er í svigi sem er sterkari grein Hilmars. Eins og áður hefur komið fram féll hann úr leik í stórsviginu 10. mars eftir að hafa átt mjög öfluga ferð framan af. 
Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari Hilmars segir að spáin sé fín og von á því að saltað verði all hressilega fyrir seinni ferðina í sviginu: „Aðstæður eru flottar og spáin líka og Hilmar sjálfur í mjög góðu standi. Ég veit að hann stefnir ótrauður að því að gera vel og hann ætlar sér á meðal fimm efstu.”

Svigkeppnin verður í beinni á RÚV.

Að lokinni keppni á morgun heldur íslenski hópurinn rakleiðis á lokahátíð leikanna sem líkt og setningarathöfnin mun fara fram í hinu margfræga fuglshreiðri. Íslenski hópurinn er svo væntanlegur heim til Íslands þann 15. mars.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021 - ÍF
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…