Heim 2. tbl 2023 Stofnun GLC – Allir saman nú

Stofnun GLC – Allir saman nú

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Stofnun GLC – Allir saman nú
0
836

Söguleg stund átti sér stað á heimsleikum Special Olympics í Berlín í júni 2023.  Þar komu saman  þjóðarleiðtogar og fulltrúar alþjóðasamtaka og stofnana á  #UNGeneralAssembly Special Olympics Global Leadership Coalition for Inclusion. 

Global Leadership Coalition for Inclusion (GLC) er fjölþjóða og þverfaglegt átak sem hvetur þjóðir og alþjóðasamfélagið til marktækrar fjárfestingar í aðlögun allra þjóðfélagshópa að samfélaginu í gegnum íþróttir. Átakið nær m.a. til skóla- og frístundastarfs, auk almenns íþróttastarfs, með það að markmiði að brjóta niður aðskilnað og stuðla að þátttöku allra í félagslífinu.

Ísland er meðal stofnríkja Global Leadership Coalition for Inclusion en Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í stofnfundi átaksins þar sem hann var sérstakur gestur í panel á fundinum,  sem stýrt var af Timothy Kennedy Shriver.  

Verkefnið „Allir með“ sem hófst í janúar 2023 hefur vakið mikla athygli hjá Special Olympics í Evrópu og SOI.   Ásmundur Einar Daðason var Barna og félagsmálaráðherra á þeim tíma sem undirbúningur verkefnisins fór fram og á einn stærstan þátt í að verkefnið varð að veruleika. Hann sagði m.a. frá þessu verkefni á fundinum en hér eru nánari upplýsingar um verkefnið.  

Meðal þeirra sem koma að stofnun GLC eru Bandaríkin, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína, Mongólía, Panama, Ghana, Kenýa, lýðveldið Seychelles-eyjar, Malta, Svartfjallaland, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Lions International, Harvard-háskóli, Stavros Niarchos Foundation og framkvæmdastjórn ESB. Jafnframt voru um 150 lönd með áheyrnarfulltrúa í sal til að kynna sér framtakið

„Ísland er að innleiða áætlun um aukna þátttöku í íþróttum hjá vaxandi fjölda íþróttafélaga og félagsmiðstöðva til að tryggja að allir einstaklingar geti, óháð andlegrar og líkamlegrar getu, notið íþrótta með tilheyrandi ávinningi. Stefna stjórnvalda er jafnframt að innleiða þessa nálgun í skólastarf til að valdefla börn og ungmenni og fjölga kennurum og skólastofnunum sem styðjast við þessa aðferðarfræði sem hluta af náminu. Þetta gegnir lykilhlutverki við aðlögun komandi kynslóða,“ sagði Ásmundur Einar í ávarpi sínu á stofnfundinum. „Við hlökkum til að deila framvindu okkar vinnu með öllum áhugasömum og vitum sömuleiðis að við höfum mikið að læra af öðrum stofnaðilum.“

Af fb síðu SOEE 

As world leaders convene at the 2023 #UNGeneralAssembly, we’re thrilled to showcase the Special Olympics Global Leadership Coalition for Inclusion. This historic moment sees governments, industry, philanthropy and the development community join forces to empower individuals with intellectual disabilities. Together, we’re expanding inclusive education and sports opportunities to over 2m young people in 150k+ schools and bringing Special Olympics programming to 180 nations.

This is not just a vision; it’s a global movement towards a more inclusive, equitable and sustainable future for EVERYBODY.

#ChooseToInclude #InclusionRevolution Stavros Niarchos Foundation H&M Move Lions Clubs International FoundationUNHCR UNFPA Fondation Botnar European Commission

Þegar leiðtogar heimsins koma saman á #UNGeneralAssembly2023 erum við ánægð að sýna Special Olympics Global Leadership Coalition for Inclusion. Þessi sögulega stund sér ríkisstjórnir, iðnaður, góðgerð og þróunarsamfélagið sameinast um að valdefla einstaklinga með vitsmunalega skerðingu. Saman erum við að auka inngildandi menntun og íþróttatækifæri til yfir 2m ungmenna í 150k+ skólum og koma forritun Special Olympics til 180 þjóða.

Þetta er ekki bara framtíðarsýn; þetta er hnattræn hreyfing í átt að inngildandi, jafnari og sjálfbærari framtíð fyrir ALLA.

#ChooseToInclude #InclusionRevolution Stavros Niarchos Foundation H&M Move Lions Clubs International FoundationUNHCR UNFPA Fondation Botnar European Commission

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldi…