Sumarmeistaramót Íslands (SMÍ) fer fram helgina 28-29. júní í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið er opið öllum keppendum 13 ára og eldri og verður keppt samkvæmt reglum World Aquatics, European Aquatics, IPC og SSÍ. Mótið er með IPC keppnisleyfi og því gott tækifæri að taka þátt. Keppendur þurfa að hafa náð lágmarkstímum innan tímabilsins 14. júní 2024 til 12. júní 2025. …