Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson kláraði sitt fyrsta heimsmeistaramót VIRTUS í Tælandi með stæl þegar hann lenti í 5. sæti í 50 metra skriðsundi og bætti Íslandsmetið sitt í greininni tvisvar sinnum. Snævar hóf daginn í undanrásum þar sem hann synti á 26,99 sekúndum, bætti þar með fyrra Íslandsmetið sitt sem var 27,03 sek og tryggði sér sæti í úrslitum með …