Heim 2. tbl. 2024 Gauti Stefánsson vann til bronsverðlauna á NM í paraklifri í flokki blindra, sjónskertra og einfættra

Gauti Stefánsson vann til bronsverðlauna á NM í paraklifri í flokki blindra, sjónskertra og einfættra

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Gauti Stefánsson vann til bronsverðlauna á NM í paraklifri í flokki blindra, sjónskertra og einfættra
0
305

Um síðustu helgi var NM í línu haldið í Gautaborg. Keppt var í fullorðins-, ungmenna- og paraklifurflokkum á mótinu. 

Gauti Stefánsson gerði sér lítið fyrir og tók 3. sætið í paraklifrinu í flokki blindra, sjónskertra og einfættra. Gauti er því fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á erlendu móti í klifri úr röðum fatlaðra. Þetta er frábær árangur og flott að sjá hversu mikið hann hefur bætt sig á milli ára.

Þess má get að Klifurfélag Reykjavíkur er farið af stað með klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert eða hreyfihömluð börn. Markmið verkefnisins er að kynna klifuríþróttina fyrir fjölbreyttari hóp barna og ungmenna og auka þátttöku fatlaðra barna í íþróttum. Hægter að sjá nánar um námskeiðið og skráningar hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ánægjuleg helgi í Íþróttahöllinni á Húsavík – Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2025

Opna Húsavíkurmótið í Boccia sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum …