Heim 2. tbl 2023 Afrekshópurinn í frjálsum æfði saman síðustu helgi

Afrekshópurinn í frjálsum æfði saman síðustu helgi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Afrekshópurinn í frjálsum æfði saman síðustu helgi
0
783

Afrekshópur Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum kom saman síðustu helgi. Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF kallaði hópinn saman til æfinga og mælinga. Hópurinn stundar mælingar hjá Guðna Val Guðnasyni en mælingarnar eru liður í meistaraverkefni Guðna við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við ÍF.

Mæld er líkamleg afkastageta en hópurinn fór einnig yfir þá spennandi hluti sem eru í farvatninu á árinu 2024 en þar eru m.a. Heimsmeistaramótið í frjálsum í Kobe í Japan sem og Paralympics í París ásamt Norðurlandamóti og fleiri verkefnum sem undirbúa þarf fyrir komandi starfsár.

Hópurinn fékk einnig inn í Kaplakrika og æfði þar saman en ljóst er að risavaxið ár er í uppsiglingu með komu 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…