Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Royal Northern College of Music Session Orchestra í Salnum Kópavogi á morgunn, 20 nóvember og í Hljómahöll Reykjanesbæ 21 nóvember.
Þess má geta að í dag, 19 nóbember, er Már Gunnarsson 25 ára en það er þó ekkit tilefni tónleikanna. Tilefnið er útgáfa nýrrar plötu Más, sem ber titilinn Orchestral Me. Platan er afrakstur dvalar Más í Englandi þar sem hann stundar nám við einn virtasta tónlistarháskóla Englands. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni auk vel valinna laga í ævintýralegum sinfónískum útsetningum. Sérstakir heiðursgestir sýningarinnar verða, hinn eini sanni Laddi og stórsöngkonurnar Ísold og Iva.
RNCM Session Orchestra spila inn á plötuna og er mætt til landsins í tilefni tónleikanna. RNCM Session Orchestra skipa 30 ungir stórkostlegir hljóðfæraleikarar. Þessir tónlistarmenn eru upprennandi stjörnur ensku sinfóníu-elítunnar en nú þegar hafa þau spilað með stórhljómsveitum á borð við BBC Philharmonic,The Hallé -Manchester Camerata, Royal Liverpool Philharmonic Orchestra og Opera North. Hópurinn kom itl landsins í gær og náðu því að fagna afmælisdeigi Más með honum áður en tónleikahaldið byrjar.