
ÍFR með Íslandsmeistara í öllum keppnisflokkum
Íslandsmóts ÍF í borðtennis fór fram í Íþróttahúsi ÍFR að Hátúni um helgina. Þetta er eitt fjölmennasta Íslandsmótið sem haldið hefur verið í langan tíma. Mikil ánægja var með framkvæmdina og mætinguna en mótið var í öruggum höndum borðtennisnefndar ÍF. Þá var nokkuð um nýja og unga iðkendur við mótið sem stóðu sig með mikilli prýði.
Hákon Atli Bjarkason fór mikinn við mótið og varð fjórfaldur meistari. Hákon varð m.a. Íslandsmeistari í tvenndarleik með Önnu Malmquist frá Ungmennafélaginu Vísi en hún er á meðal yngstu keppenda til að hafa tekið þátt í Íslandsmóti ÍF í borðtennis ekki orðin 10 ára gömul. Anna tók svo bronsverðlaun í kvennaflokki 1.-10. þar sem Jóna Kristín Erlendsdóttir varð Íslandsmeistari og Vala Waldorf vann til silfurverðlauna.
Annar ungur og efnilegur keppandi frá Akri heitir Már Breki Einarsson og hafnaði í 2. sæti í standandi flokki 6-10 (hreyfihamlaðir) þar sem Jón Grétar Hafsteinsson frá ÍFR varð Íslandsmeistari. Þess má einnig til gamans geta að það var fullt hús ÍFR þessa helgina þar sem félagið var með Íslandsmeistara í öllum keppnisflokkum!

Hér að neðan má sjá heildarúrslit mótsins.
Tvíliðaleikur
1. Hákon Atli Bjarkarson og Tómas Björnsson ÍFR/ÍFR
2. Vova Chernyavsky og Agnar Ingi Traustasonb ÍFR/ÍFR
3.-4 Óskar Aðils Kemp og Baldur Jóhannesson ÍFR/ÍFR
3.-4. Lárus Thor Valdimarsson og Kristján Rúnar Egilsson ÍFR/ÍFR
Tvenndarleikur
1. Hákon Atli Bjarkarson og Anna Malmquist ÍFR/UMF Vísir
2. Vova Chernyavsky og Vala Waldorf ÍFR/ÍFR
3. Agnar Ingi Traustason og Jóna Kristín Erlendsdóttir ÍFR/ÍFR
Flokkur 11 konur
1. Inga Hanna Jóhannesdóttir ÍFR
2. Soffía Rúna Jensdóttir ÍFR
3. Hildigunnur J. Sigurðardóttir ÍFR
Flokkur 11 karlar
1. Óskar Aðils Kemp ÍFR
2. Lárus Thor Valdimarsson ÍFR
3. Baldur Jóhannesson ÍFR
Sitjandi flokkur 1-5
1. Hákon Atli Bjarkarson ÍFR
2. Vova Chernyavsky ÍFR
3. Kolbeinn Skagfjörð Akur
Standandi flokkur 6-10
1. Jón Grétar Hafsteinsson ÍFR
2. Már Breki Einarsson Akur
3. Björn Harðarson ÍFR
Kvennaflokkur 1-10
1. Jóna Kristín Erlendsdóttir ÍFR
2. Vala Waldorf ÍFR
3. Anna Malquist UMF Vísir
Opinn flokkur
1. Hákon Atli Bjarkarson ÍFR
2. Lárus Thor Valdimarsson ÍFR
3.-4. Vova Chernyavsky ÍFR
3.-4. Óskar Aðils Kemp ÍFR
