Heim 2. tbl 2023 Thelma og Róbert Norðurlandameistarar í Eistlandi

Thelma og Róbert Norðurlandameistarar í Eistlandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Thelma og Róbert Norðurlandameistarar í Eistlandi
0
754

Norðurlandameistaramótið í sundi í 25m laug fór fram í Eistlandi síðustu helgi þar sem Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir urðu bæði Norðurlandameistarar! Róbert varð meistari í 200m fjórsundi en Thelma í 100m bringusundi.

Róbert Ísak sem keppir fyrir SH/Fjörð í flokki S14 varð eins og áður greinir Norðurlandameistari í 200m fjórsundi, þá tók hann silfurverðlaun í 50 og 100 metra flugsundi. Thelma Björg sem keppir fyrir ÍFR í flokki S6 varð meistari í 100m bringusundi en hafnaði í 4. sæti í 400m skriðsundi, 50m bringusundi og 200m fjórsundi og varð svo áttunda í 50m skriðsundi.

Til hamingju með árangurinn Róbert og Thelma!

Myndir/ úr einkasafni – Efsta mynd er Thelma Norðurlandameistari og á þeirri Róbert en á neðstu mynd er íslenski hópurinn með Ragnari Friðbjarnarsyni landsliðsþjálfara og Hafdísi Aðalsteinsdóttur aðstoðarkonu.

Sækja skyldar greinar
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

ÍF auglýsir eftir íþróttafulltrúa

Afleysing starfsmanns í fæðingarorlofi til áramóta, en með möguleika á framtíðar ráðningu.…