Paralympic-dagurinn 2023 fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 2. desember næstkomandi. Fjölmargir íþrótta- og lýðheilsumöguleikar verða kynntir fyrir gestum dagsins frá kl. 13.00-16.00. Arnór Björnsson leikari, höfundur og leikstjóri verður stjórnandi dagsins og mun varpa skemmtilegu ljósi á þær fjölmörgu skemmtilegu íþróttagreinar sem í boði eru fyrir fólk með mismunandi fatlanir.
Arnór er 25 ára gamall Hafnfirðingur sem tekið hefur þátt í fjölda leiksýninga, framleitt og leikstýtr sjónvarpsefni, skrifað leikrit, þætti og bók. Hann hefur hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir verk sín en hans nýjast verk er „Án djóks“ sem sýnd var í byrjun árs sem útskriftarvernið hans frá leikarabraut LHÍ. Frá árinu 2021 hefur Arnór verið einn af þremur höfundum hjá Stundin okkar.
Fjölmennum á Paralympic-daginn og kynnumst því sem er í boði í íþróttalífi fatlaðra á Íslandi.