Heim 2. tbl 2023 Afrekshópurinn í frjálsum æfði saman síðustu helgi

Afrekshópurinn í frjálsum æfði saman síðustu helgi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Afrekshópurinn í frjálsum æfði saman síðustu helgi
0
717

Afrekshópur Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum kom saman síðustu helgi. Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF kallaði hópinn saman til æfinga og mælinga. Hópurinn stundar mælingar hjá Guðna Val Guðnasyni en mælingarnar eru liður í meistaraverkefni Guðna við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við ÍF.

Mæld er líkamleg afkastageta en hópurinn fór einnig yfir þá spennandi hluti sem eru í farvatninu á árinu 2024 en þar eru m.a. Heimsmeistaramótið í frjálsum í Kobe í Japan sem og Paralympics í París ásamt Norðurlandamóti og fleiri verkefnum sem undirbúa þarf fyrir komandi starfsár.

Hópurinn fékk einnig inn í Kaplakrika og æfði þar saman en ljóst er að risavaxið ár er í uppsiglingu með komu 2024.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…