Heim 2. tbl 2023 Aníta setti Íslandsmet á Norðurlandamótinu

Aníta setti Íslandsmet á Norðurlandamótinu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Aníta setti Íslandsmet á Norðurlandamótinu
0
1,335

Íslenskt frjálsíþróttafólk gerði gott mót á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum fatlaðra um síðustu helgi. Mótið fór fram í Lilleström í Noregi undir stjórn Romarike friidretsklub. Þónokkrir Norðurlandameistaratitlar bættust við í safnið hjá íslenska hópnum og nýtt Íslandsmet leit dagsins ljóst hjá Anítu Ósk Hrafnsdóttur.

Ísland sendi sjö keppendur við mótið en þau voru:

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir
Aníta Ósk Hrafnsdóttir
Stefanía Daney Guðmundsdóttir
Ingeborg Eide Garðarsdóttir
Emil Steinar Björnsson
Michel Thor Masselter
Alexander Már Bjarnþórsson

Alexander Már var að taka þátt í sínu fyrsta Norðurlandamóti og var því nýliði hópsins þetta árið. Íslandsmetið setti Aníta Ósk Hrafnsdóttir í 1500m hlaupi T20 kvenna þegar hún kom í mark á tímanum 7:09,71 mín. og hafnaði í 2. sæti á eftir hinni sænsku Söru Nyström.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir fór einnig mikinn á mótinu og varð fjórfaldur Norðurlandameistari og heilt yfir var frammistaða hópsins sterk en íslenski hópurinn kom heim með átta verðlaun frá keppninni.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Myndir/ Kári: Íslenski hópurinn í Lilleström í Noregi þar sem NM fór fram. Á neðri myndinni er nýliðinn Alexander Már.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…