Heim 1. tbl 2023 Rétti liðsandinn á Haukamótinu í Hafnarfirði

Rétti liðsandinn á Haukamótinu í Hafnarfirði

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Rétti liðsandinn á Haukamótinu í Hafnarfirði
0
520

Eigum við ekki að blanda liðunum saman?

Mikilvægt skref var stigið um síðustu helgi á Haukamótinu í Hafnarfirði. Þar mætti að sjálfsögðu Special Olympics hópur körfuboltadeildar Hauka til leiks og í fyrsta skipti með fjögur lið. Liðin skiptust í eldri og yngri iðkendur og eitt lið var alfarið skipað stúlkum.

Aðalþjálfari hópsins, Bára Fanney Hálfdánardóttir, segir þetta tímabil hafi einkennst af stöðugri fjölgun iðkenda. Þetta var fjórða mótið sem hópurinn hefur tekið þátt í frá því starfið hófst fyrir 5 árum. Bára segir mótshaldara, þjálfara og aðra keppendur og áhorfendur hafa tekið vel á móti hópnum og reynsla af þátttöku í minniboltamótum hafi verið mjög góð 😊

Bára vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til Hauka fyrir að hugsa í lausnum og finna leiðir til þess að hóparnir fái að upplifa sig sem þátttakendur á móti.

Yngsti hópurinn (Haukar- SO1) keppti á móti 7 ára krökkum, 5 leiki 1x10mín. Eldri keppendur, Haukar SO2 og SO3 kepptu á móti 9-10 ára krökkum og spiluðu tvo leiki 2x10mín. Minniboltamót eru fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Til að elsti hópurinn gæti tekið þátt þá gáfu Haukar hópnum keppnistíma fyrir þrjá leiki og Bára hafði samband við þjálfara 11-12 ára stráka hjá Haukum og Álftanesi og bauð þeim á mótið. Eftir leikinn við Álftanes vildu strákarnir endilega spila lengur og fékk þá einn drengur úr Álftanesi þá hugmynd að liðunum yrði blandað saman. Úr því varð mjög skemmtilegur leikur og mikil leikgleði þar sem ófatlaðir og fatlaðir spiluðu saman í liði.

Bára segir mikla gleði hjá iðkendum Hauka-SO, foreldrum og þjálfurum eftir mótið. Íþróttir eru fyrir alla, það er alltaf hægt að finna leið til þess að krakkar upplifi sig hluti af þeirri íþrótt sem þau hafa áhuga á. Hugsum í lausnum 😊

Hún vildi líka koma á framfæri þakklæri til KKÍ fyrir nýju keppnistreyjurnar og Íslands peysurnar og Sporthero ljósmyndurum fyrir að myndatökuna.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…