Heim 2. tbl 2022 Hvataverðlaunin 2022: Karl Þorsteinsson

Hvataverðlaunin 2022: Karl Þorsteinsson

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hvataverðlaunin 2022: Karl Þorsteinsson
0
2,171

Hvataverðlaun ÍF árið 2022 hlýtur Karl Þorsteinsson, formaður boccianefndar Íþróttasambands fatlaðra.

Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðin og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið.

Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt.

Það er Þórhildur Karlsdóttir dóttir Karls sem tekur við Hvataverðlaununum fyrir föður sinn sem staddur er erlendis.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

NÝTT  Á ÍSLANDI, Unified Schools

Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþ…