Íslands- og Unglingameistaramót SSÍ og ÍF fór fram í Ásvallalaug síðustu helgi. Í mótshluta ÍF féllu tvö ný Íslandsmet en þau settu sundfólkið Róbert Ísak Jónsson og Sigrún Kjartansdóttir.
Mótið í Ásvallalaug fór einkar vel fram í sterkri umgjörð SSÍ þar sem sýnt var beint á netinu frá öllum mótshlutum helgarinnar. Hægt er að nálgast mótið á Youtube-rás SSÍ hér.
Róbert Ísak Jónsson frá SH/Fjörður setti nýtt Íslandsmet í flokki S14 er hann synti í úrslitum 100m flugsundi á 57,08 sek. Með sundinu náði Róbert bronsi við mótið. Sigrún Kjartansdóttir sem keppir í flokki S16 sett nýtt Íslandsmet í 200m skriðsundi þegar hún kom í mark á tímanum 3:07,99 mín. Til hamingju með árangurinn Róbert og Sigrún!
Þess má geta að Róbert Ísak er nú á leið til Póllands á Winter Polish Open mótið þar sem hann freistar þess að synda fyrir lágmörkum á Paralympics í París 2024.
Úrslit frá mótshluta ÍF má nálgast hér
Heilarúrslit má nálgast hér
Myndasyrpa frá mótinu
Mynd/ Jón Björn – Róbert Ísak að gera sig klárann í Ásvallalaug um síðustu helgi.