Heim 2. tbl 2022 Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen

Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen
2
1,028

Norðurlandamótinu í sundi í 25m laug lauk í Bergen í Noregi í gær. Íslendingar gerðu það gott á mótinu með þónokkrum Íslandsmetum og Norðurlandameistaratitlum. Flottur árangur hjá sundfólkinu á síðasta stórmóti ársins.

Hér að neðan fer samantekt allra þriggja keppnisdaganna í Bergen.


Keppnisdagur 1:

Fyrsti dagurinn á Norðurlandamóti gekk vel. Tveir Norðulandameistarar, eitt silfur og tvö Íslandsmet.

Thelma, Anna Rósa og Þórey hófu leik í fyrstu grein mótsins í 400m skriðsundi og komust allar í úrslit (6. 7. og 8. sæti) og voru að synda við sína bestu tíma. Þar sem bara tveir keppendur máttu keppa í úrslitum frá hverju landi þá kepptu Thelma og Anna í úrslitum og bættu þær báðar tímana sína í úrslitum seinni partinn.

Sonja Sigurðardóttir varð svo Norðurlandameistari í 50m baksundi og bætti tímann sinn síðan á IM-25 er hún synti á 1:09,60mín. Hún synti svo 50m skrið rétt á eftir og var við sitt besta.

Róbert Ísak Jónsson varð annar í undanrásum í 100m flugundi S14 og bætt tímann sinn í úrslitum þegar hann varð annar í á tímanum 57,37 sem er nýtt Íslandsmet. Róbert varð svo Norðurlandameistari í 100m bringusundi á tímanum 1:07,89 sem er nýtt Íslandsmet í flokki S14.

Thelma endaði svo mótið á 50m skriðsundi þar sem hún komst einnig í úslit og bættI sig þar frá því um morguninn, endaði á tímanum 41:00 sek.

Keppnisdagur 2:

Dagur tvö á Norðulandamóti. Norðulandameistari, tvö silfur og eitt brons.

Róbert Ísak hóf daginn á að vera fyrstur inn í úrslit í 200m fjórsundi á tímanum 2:14,04 mín.
Herdís og Emelía bættu sína bestu tíma í 100m baksundi og syntu sig inn í úrslit. Herdís synti á 1:22,89 og Emelía á 1:24,39 og Anna Rósa var við sinn besta tíma. 1:30,07.
Í 100m bringusundi syntu svo Thelma Björg og Þórey Ísafold sig inn í úrslit. Thelma fór á 1:55,87 og Þórey á 1:25,73 og Herdís og Emelía bættu sína bestu tíma, Herdís fór á 1:35,66 og Emelía á 1:42,83.

Í úrslitum var svo Þórey í öðru sæti í 200m skriðsundi á tímanum 2:31,32, flott bæting og Anna Rósa varð í 3.sæti á tímanum 2:38,36. Róbert var Norðurlandameistari í 200m fjórsundi á tímanum 2:12,18 mín. og bætti tímann sinn síðan um morguninn.
Herdís var í 4.sæti í 100m baksundi á tímanum 1:20,89 og bætti tímann sinn frá því í undanrásum. Emelía var í 6.sæti á 1:25,17 sem var rétt við hennar besta tíma sem hún setti í undanrásum.
Þórey var í 2.sæti í 100 bringusundi á tímanum 1:23,75, bætti tímann sinn frá því í undanrásum og Thelma endaði í 4.sæti á tímanum 1:55,52 mín. og bætti tímann sinn síðan í undanrásum.

Keppnisdagur 3

Þriðji og síðasti dagurinn á NM – Þrjú silfur, eitt brons og eitt Íslandsmet.

Róbert hóf morguninn á því að synda sig inn í úrslit í 100m baksundi á nýju Íslandsmeti 1:03,31 mín.
Thelma synti sig einnig inn í úrslit í 100m skriðsundi á tímanum 1.28,94, Herdís var í 10.sæti á 1.14,21, Anna Rósa í 12.sæti á 1:16,02 og Sonja fór á tímanum 2.31,16.

Í úrslitunum fékk Þórey brons í 100m flugsundi og bætti sinn besta tíma fór á 1.21,00 og Emelía var í 4.sæti á tímanum 1:24.86.
Róbert bætti svo Íslandsmetið sitt aftur í 100m baksundi og landaði silfrinu á tímanum 1.02,19
Thelma
var í 7.sæti í 100m skriðsundi og bætti tímann sinn frá því í undanrásum.
Í síðustu grein mótsins fékk Þórey silfur í 200m fjórsundi með flotta bætingu á tímanum 2.55,68 mín. og Emelía fékk brons einnig með góða bætingu á tímanum 2.59,61mín. Thelma var í 6. sæti á tímanum 3.45,83 mín. og Herdís var í 8. sæti á tímanum 3.08,64.

Samtals vann Ísland því 3 gull, 5 silfur og 3 brons og fullt af persónulegum sigrum í „Para“ hluta mótsins en mótahaldið í Bergen var sameiginlegt eins og þekkist hér á Íslandsmótum ÍF og SSÍ.

Tengt efni: Sjö fulltrúar Íslands á NM í Noregi

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

Ólafur Sigurbjörn Magnússon hefur látið af störfum hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ákveðið…