Heim 2. tbl 2022 Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen

Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen
2
958

Norðurlandamótinu í sundi í 25m laug lauk í Bergen í Noregi í gær. Íslendingar gerðu það gott á mótinu með þónokkrum Íslandsmetum og Norðurlandameistaratitlum. Flottur árangur hjá sundfólkinu á síðasta stórmóti ársins.

Hér að neðan fer samantekt allra þriggja keppnisdaganna í Bergen.


Keppnisdagur 1:

Fyrsti dagurinn á Norðurlandamóti gekk vel. Tveir Norðulandameistarar, eitt silfur og tvö Íslandsmet.

Thelma, Anna Rósa og Þórey hófu leik í fyrstu grein mótsins í 400m skriðsundi og komust allar í úrslit (6. 7. og 8. sæti) og voru að synda við sína bestu tíma. Þar sem bara tveir keppendur máttu keppa í úrslitum frá hverju landi þá kepptu Thelma og Anna í úrslitum og bættu þær báðar tímana sína í úrslitum seinni partinn.

Sonja Sigurðardóttir varð svo Norðurlandameistari í 50m baksundi og bætti tímann sinn síðan á IM-25 er hún synti á 1:09,60mín. Hún synti svo 50m skrið rétt á eftir og var við sitt besta.

Róbert Ísak Jónsson varð annar í undanrásum í 100m flugundi S14 og bætt tímann sinn í úrslitum þegar hann varð annar í á tímanum 57,37 sem er nýtt Íslandsmet. Róbert varð svo Norðurlandameistari í 100m bringusundi á tímanum 1:07,89 sem er nýtt Íslandsmet í flokki S14.

Thelma endaði svo mótið á 50m skriðsundi þar sem hún komst einnig í úslit og bættI sig þar frá því um morguninn, endaði á tímanum 41:00 sek.

Keppnisdagur 2:

Dagur tvö á Norðulandamóti. Norðulandameistari, tvö silfur og eitt brons.

Róbert Ísak hóf daginn á að vera fyrstur inn í úrslit í 200m fjórsundi á tímanum 2:14,04 mín.
Herdís og Emelía bættu sína bestu tíma í 100m baksundi og syntu sig inn í úrslit. Herdís synti á 1:22,89 og Emelía á 1:24,39 og Anna Rósa var við sinn besta tíma. 1:30,07.
Í 100m bringusundi syntu svo Thelma Björg og Þórey Ísafold sig inn í úrslit. Thelma fór á 1:55,87 og Þórey á 1:25,73 og Herdís og Emelía bættu sína bestu tíma, Herdís fór á 1:35,66 og Emelía á 1:42,83.

Í úrslitum var svo Þórey í öðru sæti í 200m skriðsundi á tímanum 2:31,32, flott bæting og Anna Rósa varð í 3.sæti á tímanum 2:38,36. Róbert var Norðurlandameistari í 200m fjórsundi á tímanum 2:12,18 mín. og bætti tímann sinn síðan um morguninn.
Herdís var í 4.sæti í 100m baksundi á tímanum 1:20,89 og bætti tímann sinn frá því í undanrásum. Emelía var í 6.sæti á 1:25,17 sem var rétt við hennar besta tíma sem hún setti í undanrásum.
Þórey var í 2.sæti í 100 bringusundi á tímanum 1:23,75, bætti tímann sinn frá því í undanrásum og Thelma endaði í 4.sæti á tímanum 1:55,52 mín. og bætti tímann sinn síðan í undanrásum.

Keppnisdagur 3

Þriðji og síðasti dagurinn á NM – Þrjú silfur, eitt brons og eitt Íslandsmet.

Róbert hóf morguninn á því að synda sig inn í úrslit í 100m baksundi á nýju Íslandsmeti 1:03,31 mín.
Thelma synti sig einnig inn í úrslit í 100m skriðsundi á tímanum 1.28,94, Herdís var í 10.sæti á 1.14,21, Anna Rósa í 12.sæti á 1:16,02 og Sonja fór á tímanum 2.31,16.

Í úrslitunum fékk Þórey brons í 100m flugsundi og bætti sinn besta tíma fór á 1.21,00 og Emelía var í 4.sæti á tímanum 1:24.86.
Róbert bætti svo Íslandsmetið sitt aftur í 100m baksundi og landaði silfrinu á tímanum 1.02,19
Thelma
var í 7.sæti í 100m skriðsundi og bætti tímann sinn frá því í undanrásum.
Í síðustu grein mótsins fékk Þórey silfur í 200m fjórsundi með flotta bætingu á tímanum 2.55,68 mín. og Emelía fékk brons einnig með góða bætingu á tímanum 2.59,61mín. Thelma var í 6. sæti á tímanum 3.45,83 mín. og Herdís var í 8. sæti á tímanum 3.08,64.

Samtals vann Ísland því 3 gull, 5 silfur og 3 brons og fullt af persónulegum sigrum í „Para“ hluta mótsins en mótahaldið í Bergen var sameiginlegt eins og þekkist hér á Íslandsmótum ÍF og SSÍ.

Tengt efni: Sjö fulltrúar Íslands á NM í Noregi

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag …