Heim 1. tbl. 2025 Þrír íslenskir Norðurlandameistarar í boccia

Þrír íslenskir Norðurlandameistarar í boccia

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrír íslenskir Norðurlandameistarar í boccia
0
362

Norðurlandamótið í boccia fór fram í Laugardalshöll um síðastliðna helgi. Ísland vann til þriggja Norðurlandameistaratitla á mótinu þar sem Ingi Björn Þorsteinsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari.

Í flokki 2 varð Ingi Björn Norðurlandameistari eftir 6-1 sigur á hinni finnsku Tulja Sinisalo frá Finnlandi í úrslitaleiknum í flokki 2. Þá varð Ingi Björn einnig Norðurlandameistari í parakeppni þegar hann og liðsfélagi hans Hlynur Steingrímsson einnig frá ÍFR höfðu sigur í flokki 2 í parakeppninni.

Kolbeinn Skagfjörð frá Akri varð svo einnig Norðurlandameistari í parakeppni í flokki 3 ásamt finnskum keppanda og því þrefaldur sigur hjá Íslandi við mótið. Frábær árangur hjá íslenska hópnum en mótið fór fram í öflugri umgjörð hjá boccianefnd Íþróttasamband fatlaðra.  

Félagarnir Ingi Björn og Hlynur Steingrímsson báðir frá ÍFR eru Norðurlandameistarar í parakeppni í flokki 2

Þá er vert að koma á framfæri þökkum til handa samstarfs- og styrktaraðilum ÍF við framkvæmd mótsins og til starfsfólks Laugardalshallar sem stóð vaktina með okkur yfir helgina. Þá voru allir gestir mótsins á Grand Hótel í Reykjavík sem tók mjög vel á móti fjölbreyttum hópi keppenda með fjölbreyttar fatlanir og fjölbreyttar þarfir.

Öflugt mót í alla staði en Norðurlandamótið 2027 fer fram í Svíþjóð. Mótið er haldið á tveggja ára fresti og skiptast löndin á að halda það. Við bíðum því í 12 ár í viðbót áður en mótið gerir aftur strandhögg á Íslandi.

Myndasöfn frá mótinu má nálgast á Facebook síðu ÍF

Sýnt var frá völdum leikjum í beinni á netinu og má nálgast útsendingarnar hér

Nordic Pairs Class 1 Ramp

  1. 2202     Finland / Faroe Islands: Áki Joensen and Jari Rummukainen
  2. 2203     Sweden: Sebastian Högrell and Mikaela Andersson
  3. 2201     Iceland: Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Kristján Vignir Hjálmarsson and Karl Guðmundsson

Nordic Pairs Class 2

  1. 2301     Iceland 1: Ingi Björn Þorsteinsson and Hlynur Bergþór Steingrímsson
  2. 2303     Finland: Tuija Sinisalo and Marko Ylikleemola
  3. 2305     Norway: Anne Marte Moen and Sofie Jansen

Nordic Teams Class 3

  1. 2503     Norway: Svein Magnus Vadtvedt, Grethe Skredderbakken and Dag Pedersen
  2. 2502     Finland: Jouko Lumme, Eero Oikarinen and Liisa Uuttera
  3. 2501     Denmark: Victor Nielsen, Bent Larsen and Brian Holm Mattsson

Nordic Pairs Class 3 Sitting

  1. 2402     Iceland / Finland: Kolbeinn Skagfjörð and Raimo Nevanen
  2. 2404     Norway: Wenche Hasseldal and Vidar Johansen
  3. 2403     Finland: Teemu Mäkinen and Matti Kingelin

Nordic Teams Class 4

  1. 2604     Norway: Irene Hellem, Tor Andre Kjenner Johansen and Svein Andersen
  2. 2603     Finland: Leo Virtanen, Jorma Naroma and Timo Kaapu
  3. 2601     Denmark: Johnny Taulow, Klaus Andersen and Dan Adsbøl

Nordic Class 1 Ramp

  1. 1204     Áki Joensen
  2. 1205     Jari Rummukainen
  3. 1206     Sebastian Högrell

Nordic Class 2

  1. 1301     Ingi Björn Þorsteinsson
  2. 1305     Tuija Sinisalo
  3. 1310     Sofie Jansen

Nordic Class 3

  1. 1506     Liisa Uuttera
  2. 1507     Svein Magnus Vadtvedt
  3. 1501     Victor Nielsen

Nordic Class 3 Sitting

  1. 1405     Teemu Mäkinen
  2. 1408     Vidar Johansen
  3. 1404     Raimo Nevanen

Nordic Class 4

  1. 1611     Tor Andre Kjenner Johansen
  2. 1608     Jorma Naroma
  3. 1602     Klaus Andersen
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Snævar með tvö ný Íslandsmet á Sumarmeistaramóti SSÍ

Sumarmeistaramót SSÍ fór fram um síðastliðna helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Snævar Örn…