
Norðurlandamótið í boccia fór fram í Laugardalshöll um síðastliðna helgi. Ísland vann til þriggja Norðurlandameistaratitla á mótinu þar sem Ingi Björn Þorsteinsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari.
Í flokki 2 varð Ingi Björn Norðurlandameistari eftir 6-1 sigur á hinni finnsku Tulja Sinisalo frá Finnlandi í úrslitaleiknum í flokki 2. Þá varð Ingi Björn einnig Norðurlandameistari í parakeppni þegar hann og liðsfélagi hans Hlynur Steingrímsson einnig frá ÍFR höfðu sigur í flokki 2 í parakeppninni.
Kolbeinn Skagfjörð frá Akri varð svo einnig Norðurlandameistari í parakeppni í flokki 3 ásamt finnskum keppanda og því þrefaldur sigur hjá Íslandi við mótið. Frábær árangur hjá íslenska hópnum en mótið fór fram í öflugri umgjörð hjá boccianefnd Íþróttasamband fatlaðra.

Félagarnir Ingi Björn og Hlynur Steingrímsson báðir frá ÍFR eru Norðurlandameistarar í parakeppni í flokki 2
Þá er vert að koma á framfæri þökkum til handa samstarfs- og styrktaraðilum ÍF við framkvæmd mótsins og til starfsfólks Laugardalshallar sem stóð vaktina með okkur yfir helgina. Þá voru allir gestir mótsins á Grand Hótel í Reykjavík sem tók mjög vel á móti fjölbreyttum hópi keppenda með fjölbreyttar fatlanir og fjölbreyttar þarfir.
Öflugt mót í alla staði en Norðurlandamótið 2027 fer fram í Svíþjóð. Mótið er haldið á tveggja ára fresti og skiptast löndin á að halda það. Við bíðum því í 12 ár í viðbót áður en mótið gerir aftur strandhögg á Íslandi.
Myndasöfn frá mótinu má nálgast á Facebook síðu ÍF
Sýnt var frá völdum leikjum í beinni á netinu og má nálgast útsendingarnar hér
Nordic Pairs Class 1 Ramp
- 2202 Finland / Faroe Islands: Áki Joensen and Jari Rummukainen
- 2203 Sweden: Sebastian Högrell and Mikaela Andersson
- 2201 Iceland: Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Kristján Vignir Hjálmarsson and Karl Guðmundsson
Nordic Pairs Class 2
- 2301 Iceland 1: Ingi Björn Þorsteinsson and Hlynur Bergþór Steingrímsson
- 2303 Finland: Tuija Sinisalo and Marko Ylikleemola
- 2305 Norway: Anne Marte Moen and Sofie Jansen
Nordic Teams Class 3
- 2503 Norway: Svein Magnus Vadtvedt, Grethe Skredderbakken and Dag Pedersen
- 2502 Finland: Jouko Lumme, Eero Oikarinen and Liisa Uuttera
- 2501 Denmark: Victor Nielsen, Bent Larsen and Brian Holm Mattsson
Nordic Pairs Class 3 Sitting
- 2402 Iceland / Finland: Kolbeinn Skagfjörð and Raimo Nevanen
- 2404 Norway: Wenche Hasseldal and Vidar Johansen
- 2403 Finland: Teemu Mäkinen and Matti Kingelin
Nordic Teams Class 4
- 2604 Norway: Irene Hellem, Tor Andre Kjenner Johansen and Svein Andersen
- 2603 Finland: Leo Virtanen, Jorma Naroma and Timo Kaapu
- 2601 Denmark: Johnny Taulow, Klaus Andersen and Dan Adsbøl
Nordic Class 1 Ramp
- 1204 Áki Joensen
- 1205 Jari Rummukainen
- 1206 Sebastian Högrell
Nordic Class 2
- 1301 Ingi Björn Þorsteinsson
- 1305 Tuija Sinisalo
- 1310 Sofie Jansen
Nordic Class 3
- 1506 Liisa Uuttera
- 1507 Svein Magnus Vadtvedt
- 1501 Victor Nielsen
Nordic Class 3 Sitting
- 1405 Teemu Mäkinen
- 1408 Vidar Johansen
- 1404 Raimo Nevanen
Nordic Class 4
- 1611 Tor Andre Kjenner Johansen
- 1608 Jorma Naroma
- 1602 Klaus Andersen