Heim 1. tbl. 2024 Þorsteinn úr leik í Dubai

Þorsteinn úr leik í Dubai

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn úr leik í Dubai
0
705

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Hróa Hetti hefur lokið keppni í Dubai en þar var barist um tvo síðustu sætin fyrir Paralympics í París. Það er því ljóst að Þorsteinn tekur ekki þátt á Paralympics 2024 en hann hefur lagt mikið á sig síðustu misseri og því súr niðurstaða fyrir okkar mann.

Þorsteinn varð árið 2016 fyrstur Íslendinga til þess að keppa á Paralympics í bogfimi en bæði fyrir Tokyo og núna París mátti litlu muna að honum tækist að endurtaka leikinn og koma sér inn á leikana.

Í dag mætti Þorsteinn keppanda frá Kasakstan og fór útsláttarviðureigning 137-136 Kasakanum í vil eftir æsispennandi rimmu. Þorsteinn keppir í „compound open“ eða opnum flokki trussuboga en 32 einstaklingar hljóta þátttökurétt á Paralympics í karlaflokki hverju sinni.

Myndir/ Úr einkasafni: Þorsteinn við keppni í Dubai. Hann er væntanlegur aftur heim til Íslands á næstu dögum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…