Heim 1. tbl. 2024 Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi

Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi
0
588

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fór fram í Kaplakrika um síðastliðna helgi. Ármenningar komu, sáu og sigruðu í stigakeppni liða og þá setti Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Eik/UFA, nýtt Íslandsmet í 60m hlaupi í flokki T20.

Undirbúningur og framkvæmd mótsins var í höndum frjálsíþróttanefndar ÍF en stjórn ÍF vill einnig koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu við mótið og skiluðu því í góðri umgjörð.

Stefanía Daney hefur verið í feiknaformi síðustu misseri og nú síðustu helgi þá féll Íslandsmetið sem áður var einnig í hennar eigu í 60m hlaupi. Stefanía kom í mark á tímanum 8,37 sek. sem er myndarleg bæting á fyrra meti en hún hjó einnig nærri Íslandsmeti sínu í langstökki þegar hún stökk 5,16 metra en metið hennar er 5,18 metrar.

Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann, lét einnig vel að sér kveða og eftir nýtt Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F37 þá náði hún sínu næstlengsta kasti á ferlinum er hún varpaði kúlunni 9,60 metra en Íslandsmet hennar í greininni er 9,73 metrar.

Hér má nálgast öll úrslit mótsins en töluvert var um persónulegar bætingar svo það er óhætt að láta sig hlakka til frjálsíþróttasumarsins 2024.

Myndasafn/Jón Björn

Ingeborg Eide náði sínu næstbesta kasti á ferlinum í Kaplakrika!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…