Heim 1. tbl. 2024 Bogfimi fyrir alla

Bogfimi fyrir alla

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Bogfimi fyrir alla
0
599

Bogfimifélagið Hrói Höttur stendur fyrir námskeiði sem hefst þann 19. mars næstkomandi og heitir „Bogfimi fyrir alla.“ Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18.00-20.00 í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.

Gert er ráð fyrir að iðkendur séu 12 ára og eldri en allur búnaður er til staðar þar sem Sveinn Stefánsson verður leiðbeinandi en hann er með WA1 og WA2 réttindi frá alþjóða bogfimisambandinu og 1. stig í þjálfaramenntun ÍSÍ.

Námskeiðið stendur til 31. maí og er liður í því er auka aðgengi fatlaðra í fleiri íþróttagreinar. Einmitt þess vegna verður námskeiðið frítt fyrir fatlaða. Allur búnaður er á staðnum og gott aðgengi fyrir hjólastóla.

Skráning fer fram hér

Við skráningu er hægt að hafa samband við Svein Stefánsson formann Hróa Hattar á formadur@bfhroihottur.is og tilkynna þar um skráningar á fötluðum iðkendum til að tryggja endurgjaldslausan aðgang.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…