
Thelma Dögg Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem íþróttafulltrúi Íþróttasambands fatlaðra og hefur þegar hafið störf hjá sambandinu.
Thelma er 27 ára gömul með BSc í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka MSc í íþróttavísindum með áherslu á íþróttasálfræði. Thelma kemur til starfa með sterkan bakgrunn í íþróttum sem fyrirliði íslenska blaklandsliðsins en hún hefur einnig verið yngri landsliðsþjálfari í blaki.
Thelma var ráðin m.a. til þess að ganga í störf sem Melkorka Rán Hafliðadóttir lætur eftir sig á meðan hún er í fæðingarorlofi. Thelma hefur þegar hafið störf og eitt af hennar fyrstu verkum verður m.a. að sinna störfum við Sambandsþing ÍF sem fram fer næsta laugardag 26. apríl í Laugardalshöll.
Við bjóðum Thelmu Dögg hjartanlega velkomna um borð hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Mynd/ JBÓ – Thelma Dögg ásamt Þórði Árna Hjaltested formanni ÍF.