Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans sem haldinn hefur verið frá árinu 1985 en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem ákváðu að helga 5. desember öllum sjálfboðaliðum um allan heim! Árið 2022 var sett í gang hér á landi kynningarátakið Alveg sjálfsagt, sem þá var vitundarvakning um mikilvægi sjálfboðaliðans. Því miður hefur þróunin síðustu ár verið á þá leið að starf sjálfboðaliða hefur þótt sjálfsagt en á sama tíma hefur þátttaka dregist saman og því oft erfitt að manna mörg sjálfboðaliðastörf.
Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur undanfarin ár verið drifin áfram af sjálfboðaliðum og væri ekki á þeim stað, sem hún er í dag, án allra þeirra sjálfboðaliða sem leggja félagi sínu lið við mörg störf. Má þar nefna stjórnir íþróttafélaga og deilda, fjáraflanir yngri flokka, skipulag barna- og unglingamóta, dómgæslu, miða- og veitingasölu, aðstoð við umgjörð leikja, söfnun og uppsetningu auglýsingaskilta og svo mætti lengi telja.
Það er ómetanlegt að hafa traust og gott fólk í kringum sig sem stendur vaktina í blíðu og stríðu og aðstoðar við lítil sem stór verkefni.
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Klukkan 15:00 verður stutt málþing þar sem Íþróttaeldhugi ársins 2023, Guðrún Kristín Einarsdóttir mun segja sögu sína af sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna.
-
Fögnuðu 50 ára afmæli íþróttafélagsins Akurs
Íþróttafélagið Akur varð 50 ára laugardaginn 7. desember og því var vitaskuld fagnað með v… -
NÝTT Á ÍSLANDI, Unified Schools
Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþ… -
Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024
Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…
Sækja skyldar greinar
-
Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024
Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin… -
Róbert Ísak og Sonja íþróttafólk ársins 2024
Íþróttafólk ársins 2024 hjá Íþróttasambandi fatlaðra var útnefnt í dag á hófi Íþróttasamba… -
Nýárssundmót ÍF fer fram laugardaginn 4. janúar 2025
Nýárssundmót ÍF 2025 er með breyttu sniði árið 2025 og öllum boðin þátttaka óháð aldri. Ke…
Load More By Jón Björn Ólafsson
-
Fögnuðu 50 ára afmæli íþróttafélagsins Akurs
Íþróttafélagið Akur varð 50 ára laugardaginn 7. desember og því var vitaskuld fagnað með v… -
NÝTT Á ÍSLANDI, Unified Schools
Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþ… -
Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024
Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.
Skoðaðu einnig
Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024
Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…