
Íslandsmótinu í sveitakeppni í boccia 2025 lauk í Blue-Höllinni í Reykjanesbæ í dag. Suðri fór á kostum og varð Íslandsmeistari í 1. deild og 2. deild. Nes hafði sigur í rennuflokki og ÍFR hafði sigur í BC 1-5 flokki.
Lionsklúbbar á Suðurnesjum settu sterkan svip á mótið með góðri dómgæslu og ritarastörfum. Þá voru félagar í Lions einnig að afhenda verðlaun á mótinu. Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Lionshreyfingarinnar sem og stjórnar Íþróttafélagsins Nes fyrir vel skipulagt og öflugt mót.
Alls voru 160 keppendur á mótinu sem í kvöld munu síðan skemmta sér vel í Stapanum í Reykjanesbæ á lokahófi Íslandsmótsins. Hér að neðan má nálgast úrslit helgarinnar.
1. Deild
1. sæti: Suðri – B: Valdís Hrönn Jónsdóttir, Kristján Jón Gíslason, Sveinn Gíslason
2. sæti: Eik B: Anton Orri Hjaltalín, Ingvar Axel Gunnarsson, Héðinn Jónsson
3. Sæti: Völsungur – A: Ásgrímur Sigurðsson, Vilberg Lindi Sigmundsson, Kristbjörn Óskarsson

2. Deild
1. sæti: Suðri – C: Telma Þöll Þorbjörnsdóttir, Ína Owen Valsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir.
2. sæti: Ægir – B: Róbert Agnar Guðnason, Guðni Davíð Stefánsson, Anton Sigurðsson.
3. Sæti: Fjörður – B: Elín Berg Stefánsdóttir, Ingibjörg H. Árnadóttir, Sverrir Sigurðsson.

Rennuflokkur
1. sæti: Nes: Ástvaldur Ragnar Bjarnason.
2. sæti: Eik: Karl Guðmundsson.
3. Sæti: Ösp: Kristján Vignir Hjálmarsson.

BC 1 til 5
1. sæti: ÍFR – A: Hjörleifur Smári Ólafsson, Rebekka Anna Allwood.
2. sæti: ÍFR – B: Hlynur Bergþór Steingrímsson, Haukur Hákon Loftsson.
3. Sæti: Þjótur / Gróska: Sigurður S. Kristinsson, Aðalheiður Bára Steinsdóttir.
Félögin sem tóku þátt í mótinu og heimasvæði þeirra
Akur: Akureyri
Eik: Akureyri
Fjörður: Hafnarfirði
Gróska: Sauðárkróki
ÍFR: Reykjavík
Nes: Reykjanesbæ
Snerpa: Siglufirði
Suðri: Selfossi
Völsungur: Húsavík
Þjótur: Akranesi
Ægir: Vestmannaeyjum
Ösp: Reykjavík