Heim 2. tbl 2023 Hákon reynslunni ríkari eftir EM í borðtennis

Hákon reynslunni ríkari eftir EM í borðtennis

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon reynslunni ríkari eftir EM í borðtennis
0
689

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í borðtennis sem fram fór í Sheffield á Englandi. Hákon lenti í sterkum riðli og komst ekki upp úr riðlakeppninni. Hákon hefur verið á mikilli siglingu undanfarin misseri og hefur háleit markmið í íþróttinni.

Á EM mætti Hákon sterkum spilurum frá Tyrklandi, Frakklandi og Hollandi. Í fyrstu viðureign tapaði Hákon gegn fyrrum Evrópumeistaranum Nicolas Savant-Aira frá Frakklandi 3-0 (11-6, 11-5, 11-5). Í öðrum leik hafði Hollendingurinn Gerardus Van Grunsven betur 3-1 (8-11, 12-10, 11-4 og 11-9) eftir hörku leik. Þriðji og síðasti leikur Hákons á mótinu fór 3-0 gegn Tyrkjanum Ali Ozturk (11-5,11-5, 11-2). Ozturk er fyrrum heimsmeistari síðan 2018. Það voru svo Þjóðverjinn Valentin Baus og Bretinn Jack Hunter Spivey sem mættust í úrslitaleiknum um gullið en þar hafði sá þýski betur 3-1.

„Mótið var mjög sterkt og þessir þrír sem léku með mér í riðlakeppninni eru allt keppendur sem hafa verið lengi að. Ég er þó ánægður með eitt og annað á mótinu og bara tímaspursmál hvenær maður fer að stríða þessum köllum enn meira,“ sagði Hákon við Hvatisport.is eftir mótið í Sheffield. Hákon hefur verið iðinn við kolann undanfarið og fór m.a. í æfingabúðir með sænska ParaBorðtennis-landsliðinu í aðdraganda Evrópumótsins. Hákon hefur verið mikið á ferðinni í undirbúningi sínum fyrir EM en hann hefur þegar sett stefnuna á þátttöku á Paralympics í Los Angeles 2028.

Þrátt fyrir að EM sé lokið er Hákon ekki að slá af heldur er hann á leið til Þýskalands þar sem hann mun spila sinn fyrsta leik í hjólastólaborðtennis í deildarkeppni Bundesligu 2 fyrir Frickenhausen. Hákon verður þar með fyrstur hjólastólaspilara frá Íslandi til að keppa í þýsku deildinni í borðtennis.

Mynd/ Hákon Atli á EM í Sheffield í síðustu viku

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…