Heim 1. tbl. 2024 Stefanía og Michel með ný Íslandsmet í frjálsum

Stefanía og Michel með ný Íslandsmet í frjálsum

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Stefanía og Michel með ný Íslandsmet í frjálsum
0
954

Frjálsíþróttafólkið Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Michel Thor Messelter settu nýverið bæði Íslandsmet á Stórmóti ÍR sem fram fór í Reykjavík. Michel Thor Messelter sem keppir í flokki T37 (hreyfihamlaðir) setti nýtt Íslandsmet í 3000m hlaupi þegar hann kom í mark á tímanum 14:35,35 mín. Michel hefur á síðustu árum verið að bæta sig umtalsvert í sínum greinum en hann keppir fyrir Ármann.

Stefanía Daney jafnaði Íslandsmet sitt í langstökki á sama móti þegar hún stökk 5,16 metra og bætti svo Íslandsmet sitt í 60m hlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 8,46 sek. Stefanía keppir fyrir Íþróttafélagið Eik á Akureyri.

Til hamingju með Íslandsmeti Michel og Stefanía!

Úrslit Stórmóts ÍR 2024

Sækja skyldar greinar
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Arion og ÍF framlengja einn elsta samstarfssamning innan íslensku íþróttahreyfingarinnar

Íþróttasamband fatlaðra og Arion banki hafa framlengt samstarf sitt til næstu fjögurra ára…