Heim 1. tbl. 2024 Íþróttagreinastjórar Special Olympics í 16 greinum. Mannauður sem ekki verður metinn til fjár

Íþróttagreinastjórar Special Olympics í 16 greinum. Mannauður sem ekki verður metinn til fjár

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Íþróttagreinastjórar Special Olympics í 16 greinum. Mannauður sem ekki verður metinn til fjár
0
1,015

Fundur íþróttagreinastjóra Special Olympics á Íslandi var í gær á skrifstofu UMFÍ. Nýir íþróttagreinastjórar eru Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir, knattspyrna, Bára Fanney Halfdánardóttir, körfubolti, Lára Bogey, kraftlyftingar, Bjarni Bjarnason, borðtennis, Jens Kristjánsson, sund og Hildur Ýr Arnardóttir, dans. Aðrar greinar eru boccia, badminton, frjálsar íþróttir, áhaldafimleikar, nútímafimleikar, golf, keila, júdó, listhlaup á skautum og alpagreinar. Alls eru nú 16 íþróttagreinastjórar hjá Special Olympics á Íslandi en hlutverk þeirra er að veita ráðgjöf, stuðla að framþróun greina og nýjum tækifærum. Allir íþróttagreinastjórar kynntu sig og sitt starf og sögðu frá helstu verkefnum framundan. Guðmundur Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður kynnti LETR verkefnið ( alþjóðlegt samstarfsverkefni lögreglumanna) og Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari í heilsuleikskólanum Skógarási, Ásbrú kynnti YAP verkefnið sem byggir á snemmtækri íhlutun í hreyfiþroska. Einnig kynnti Valdimar Gunnarsson verkefnastjóri ALLIR MEÐ verkefnið og framgang þess. 


Þverfaglegt samstarf á greinar er mjög áhugavert. Í kjölfar kynninga tóku fundargestir þátt í almennri umræðu og umræðu í smærri hópum þar sem horft var til mögulegra samstarfsverkefna. Íþróttagreinastjórar eru flestir þjálfarar hjá aðildarfélögum ÍF og almennum íþróttafélögum en horft er sérstaklega til aukins samstarfs félaga með tilkomu verkefnisins ALLIR MEÐ.  Gríðarlegur mannauður var samankomin á þessum fundi, áratuga reynsla af starfi í ólíkum greinum. Skorað var á hópinn að aðstoða við innleiðingu ALLIR MEÐ verkefnisins jafnt innan greina sem með samstarfsverkefnum með áherslu á inngildingu.  Fjölmörg tækifæri hafa skapast gegnum aðild Íslands að Special Olympics samtökunum og það sem einkennir samstarf við önnur lönd er stutt boðleið og einföld samskiptaleið þegar kemur að samstarfi landa og aðildarfélaga. 

Heimsleikar Special Olympics, sumar og vetrar, eru haldnir fjórða hvert ár og næstu vetrarleikar verða á Ítalíu árið 2025. Sumarleikarnir voru í Berlín árið 2023 þar sem Ísland átti keppendur í 10 greinum. En það eru ekki síður tækifærin sem skapast fyrir aðildarfélögin sem eru spennandi fyrir iðkendur í mismunandi greinum . Í maí 2024 stefnir stór hópur frá aðildarfélögum ÍF á Special Olympics Festival í Danmörku og í maí 2024 verður einnig viðburður á Íslandi, ICECUP á vegum skautadeildar Aspar í samvinnu við Skautasamband Íslands og Special Olympics á Íslandi.

Ýmis sérverkefni, samstarf milli landa og heimsóknir í tengslum við innleiðingu nýrra greina er mikilvægur þáttur sem gefur iðkendum tækifæri á að ferðast og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum erlendis.

Hér má sjá nánar upplýsingar um íþróttagreinastjóra Special Olympics sem tilbúnir eru til að veita ráðgjöf varðandi einstaka greinar  https://ifsport.is/page/nefndir-og-rad-if

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldi…