
Stefanía Daney Guðmundsdóttir lauk keppni í langstökki í flokki T20 á HM í frjálsum sem fer fram í Indlandi en síðasti dagur mótsins var í dag.
Það voru óvæntar fréttir sem Stefanía fékk aðeins degi fyrir forkeppni en þá breyttist keppnisfyrirkomulagið á síðustu stundu þegar mótshaldarar ákváðu að skipta hópnum upp og sleppa forkeppni fyrir hluta keppenda. Þær voru því aðeins fimm sem tóku þátt í forkeppni og fengu fjórar sæti í úrslitum. Stefanía fór því beint í úrslit og voru þar samtals 16 keppendur.
Þrátt fyrir óvænta breytingu á skipulagi sýndi Stefanía þrautsegju og jákvæðni. Besti árangur hennar var 4.93 metrar og kom það í öðru stökki. Stökkin hennar voru eftirfarandi: x – 4.93 – 4.80 og lenti hún í 13. sæti.
Þar með hafa báðir keppendur Íslands lokið keppni og óskum við Stefaníu og Ingeborg til hamingju með árangurinn sinn.