Heim 2. TBL. 2025 Þór hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í skotfimi

Þór hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í skotfimi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þór hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í skotfimi
41
2,891

Þór Þórhallsson lauk keppni í sinni seinni grein á Evrópumeistaramótinu í skotfimi sem fer fram í Osijek, Króatíu. Þór keppti í R5, 10 metra loftriffil í flokki SH2 og lauk keppni með samtals 623 stig, sem skilaði honum 44. sæti. Þetta var önnur grein Þórs á mótinu en hann keppti einnig í R4 á föstudag þar sem hann endaði í 22. sæti. Aðeins átta efstu í hvorri grein komust áfram í úrslit.

Þór hefur þar með lokið keppni á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti og óskum við honum til hamingju með þátttökuna og árangurinn í Osijek.

Mynd/Þór Þórhallsson

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Viðtal: Valdimar Gunnarsson verkefnastjóri Allir með

Allir með leikarnir fara fram í Laugardalshöll laugardaginn næsta, 8. nóvember. Í aðdragan…