
Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram um helgina í Laugardalshöllinni. 25 þáttakendur voru skráðir til leiks frá 6 félögum. Mótið í ár fór fram samhliða Meistaramóti Íslands hjá FRÍ og mótshaldarar að þessu sinni voru ÍR-ingar.
Ármenningar komu og sigruðu stigakeppnina með 9 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun. þar á eftir vara Íþróttafélagið Fjörður með 4 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun.

Stefanía Daney náði lágmörkum inn á FRÍ hluta mótsins í 3 greinum; langstökki, 60m og 200m. Í langstökkinu stökk hún 5,26m og sló þar með sitt eigið Íslandsmet sem var áður 5,18m. Stefanía endaði þar í 6 sæti af öllum keppendum. Á Íslandsmóti ÍF keppti hún í langstökki, 60m hlaupi og kúluvarpi en varð Íslandsmeistari þar í bæði langstökki og 60m hlaupi.

Mörg persónuleg met sett voru sett um helgina en alls voru þau 23 talsins. Alexander Már Bjarnþórsson varð Íslandsmeistari í 60m hlaupi með 7,94 sek en á eftir honum voru þeir Daniel Smári Hafþórssong og Brynjar Ingi Ingibjargarson báðir á nýju persónulegu meti.

Mesti fjöldi keppenda tók þátt í kúluvarpi á mótinu. Emil Steinar Björnsson varð Íslandsmeistari í í flokki karla F20 með kast upp á 7,75m. Í flokki kvenna F20 varð Hulda Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari með kast upp á 8,97m. Ingeborg Eide var einnig mætt til leiks en hún varð Íslandsmeistari í flokki F37 með kast upp á 9,71m sem er mjög nálægt hennar persónulega besta árangri sem er 9,83m.