Heim 1. tbl. 2025 Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í langstökki!

Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í langstökki!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í langstökki!
0
47

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram um helgina í Laugardalshöllinni. 25 þáttakendur voru skráðir til leiks frá 6 félögum. Mótið í ár fór fram samhliða Meistaramóti Íslands hjá FRÍ og mótshaldarar að þessu sinni voru ÍR-ingar.

Ármenningar komu og sigruðu stigakeppnina með 9 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun. þar á eftir vara Íþróttafélagið Fjörður með 4 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun.

Stefanía Daney náði lágmörkum inn á FRÍ hluta mótsins í 3 greinum; langstökki, 60m og 200m. Í langstökkinu stökk hún 5,26m og sló þar með sitt eigið Íslandsmet sem var áður 5,18m. Stefanía endaði þar í 6 sæti af öllum keppendum. Á Íslandsmóti ÍF keppti hún í langstökki, 60m hlaupi og kúluvarpi en varð Íslandsmeistari þar í bæði langstökki og 60m hlaupi.

Mörg persónuleg met sett voru sett um helgina en alls voru þau 23 talsins. Alexander Már Bjarnþórsson varð Íslandsmeistari í 60m hlaupi með 7,94 sek en á eftir honum voru þeir Daniel Smári Hafþórssong og Brynjar Ingi Ingibjargarson báðir á nýju persónulegu meti.

Mesti fjöldi keppenda tók þátt í kúluvarpi á mótinu. Emil Steinar Björnsson varð Íslandsmeistari í í flokki karla F20 með kast upp á 7,75m. Í flokki kvenna F20 varð Hulda Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari með kast upp á 8,97m. Ingeborg Eide var einnig mætt til leiks en hún varð Íslandsmeistari í flokki F37 með kast upp á 9,71m sem er mjög nálægt hennar persónulega besta árangri sem er 9,83m.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsmót ÍF bæði í Boccia og frjálsum fara fram næstu helgi, 22-23 febrúar.

Helgina 22-23 febrúar er þétt dagskrá þar sem tvenn Íslandsmót verða í gangi, í frjálsum o…