Heim 1. tbl. 2024 HVATASJÓÐUR ALLIR MEÐ STYÐUR UMF SELFOSS OG ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ SUÐRA

HVATASJÓÐUR ALLIR MEÐ STYÐUR UMF SELFOSS OG ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ SUÐRA

1 min read
Slökkt á athugasemdum við HVATASJÓÐUR ALLIR MEÐ STYÐUR UMF SELFOSS OG ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ SUÐRA
0
497

AÐEINS 4% STUNDA ÍÞRÓTTIR

„Ég hvet alla þjálfara til að taka þessu verkefni með opnum hug, því sigrar barna með fötlun eru gríðarlega stórir,“ sagði Þórdís Bjarnadóttir frá Íþróttafélaginu Suðra við undirritun samstarfssamnings á vegum Hvatasjóðs verkefnisins Allir með við Ungmennafélag Selfoss og Íþróttafélagið Suðra. 

Undir samninginn skrifuðu þeir Helgi S. Haraldsson, formaður Ungmennafélags Selfoss, Ófeigur Ágúst Leifsson frá Íþróttafélaginu Suðra, og Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri verkefnisins Allir með. 

Í samningnum felst að Hvatasjóðurinn styrkir íþróttastarf fyrir iðkendur með fötlun, félagið skuldbindur sig m.a. til að bjóða að lágmarki upp á eina æfingu í viku í eitt ár fyrir iðkendurna og geta leitað ráðgjafar hjá Íþróttasambandi fatlaðra og Allir með. 

Nánar má lesa í greinagóðri frétt UMFÍ um málið en UMFÍ, ÍSÍ ásamt þremur ráðuneytum koma öll að verkefninu „Allir með“

Heimasíða Allir með

Mynd með frétt/ UMFÍ: Jón Aðalsteinn

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…