Heim 1. tbl. 2024 Sonja og Sigrún með Íslandsmet á ÍM50

Sonja og Sigrún með Íslandsmet á ÍM50

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Sonja og Sigrún með Íslandsmet á ÍM50
0
647

Íslands- og unglingameistaramót SSÍ og ÍF í 50m laug fór fram í Laugardalslaug dagana 12.-14. apríl síðastliðinn. Tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós í flokkum fatlaðra en þau settu Sonja Sigurðardóttir og Sigrún Kjartansdóttir.

Mótið var í sterkri umgjörð hjá Sundsambandi Íslands þar sem sundnefnd ÍF liðsinnti við framkvæmdina og vill Íþróttasamband fatlaðra koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem gerðu mótið að jafn myndarlegum viðburði og raun bar vitni.

Þess má geta að Sundsamband Íslands hefur opnað nýja og glæsilega síðu þar sem sýnt er frá sundmótum hérlendis en síðan er https://www.sund.live/

Eins og áður greinir þá setti Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR nýtt Íslandsmet í 100m baksundi í flokki S3 þegar hún synti á 2:26,06 mín. og Sigrún Kjartansdóttir sem keppir fyrir Íþróttafélagið Fjörð setti nýtt Íslandsmet í flokki S16. Sigrún synti þá á 3:17,14 mín. í 200m skriðsundi. Til hamingju Sigrún og Sonja!

Mynd/ JBÓ – Sigrún hefur verið að standa sig vel í lauginni upp á síðkastið.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…