Heim 1. tbl. 2024 Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik
0
524

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardaginn 20. apríl síðastliðinn. Hákon Atli Bjarkason ÍFR varð þar tvöfaldur Íslandsmeistari en þeir Vova Chernyavsky og Agnar Ingi Traustason höfðu sigur í tvíliðaleik.

Borðtennisnefnd ÍF og ÍFR höfðu veg og vanda að umgjörð og skipulagi mótsins sem gekk vel í alla staði. Ný andlit voru mætt til leiks þar sem Jóna Kristín Erlendsdóttir tók m.a. þátt á sínu fyrsta Íslandsmóti og vann til silfurverðlauna í tvíliðaleik með Hákoni Atla.

Íslandsmeistarar helgarinnar voru sem hér segir:

Tvíliðaleikur: Vova Chernyavsky og Agnar Ingi Traustason
Flokkur 11 konur: Inga Hanna Jóhannesdóttir
Flokkur 11 karlar: Óskar Aðils Kemp
Sitjandi flokkur 1-5: Hákon Atli Bjarkason
Standandi flokkur 6-10: Björn Harðarson
Opinn flokkur: Hákon Atli Bjarkason

Öll úrslit mótsins má nálgast hér

Myndir/ JBÓ: Á efri myndinni eru verðlaunahafar í tvíliðaleik ásamt Geir Sverrissyni og Halldóri Sævari Guðbergssyni stjórnarmönnum ÍF en á þeirri neðri er Hákon Atli Bjarkason sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari síðustu helgi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sonja og Sigrún með Íslandsmet á ÍM50

Íslands- og unglingameistaramót SSÍ og ÍF í 50m laug fór fram í Laugardalslaug dagana 12.-…