Heim 1. tbl. 2024 Ísland með fjóra fulltrúa á EM í sundi

Ísland með fjóra fulltrúa á EM í sundi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland með fjóra fulltrúa á EM í sundi
0
776

Evrópumeistaramót IPC í sundi í 50m laug fer fram í Madeira í Portúgal dagana 21.-27. apríl næstkomandi. Ísland verður með fjóra keppendur á mótinu en þau eru Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir báðar frá ÍFR, Már Gunnarsson ÍRB og Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH.

Hópurinn heldur út til Portúgal á morgun en með þeim í för er Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari, Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar ÍF, Kristinn Þórarinsson þjálfari og þau Steinunn Einarsdóttir og Gunnar Már Másson aðstoðarmenn.

Sýnt verður frá mótinu í beinni á Youtube-rás IPC sem finna má hér

Mynd/ JBÓ – Róbert Ísak Jónsson er einn fjögurra sundmanna sem keppir á EM í Madeira á næstu dögum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…