Heim 2. TBL. 2025 Snævar með tvö ný Íslandsmet á Sumarmeistaramóti SSÍ

Snævar með tvö ný Íslandsmet á Sumarmeistaramóti SSÍ

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar með tvö ný Íslandsmet á Sumarmeistaramóti SSÍ
0
69

Sumarmeistaramót SSÍ fór fram um síðastliðna helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Snævar Örn Kristmannsson ÍFR/Breiðablik setti þar tvö ný Íslandsmet í flokki S15 (sundfólk með einhverfu). Snævar hefur farið mikinn í lauginni síðustu misseri og lét vel til sín taka á Sumarmeistaramótinu.

Snævar setti Íslandsmet í 50m skriðsundi og í 100m skriðsundi en hann verður keppandi Íslands á Heimsmeistaramóti VIRTUS í sundi sem fram fer í Tælandi 20.-30. ágúst næstkomandi.

Metin sem Snævar setti um helgina voru 50m skriðsund á tímanum 27.03 sek og 100m skriðsund á tímanum 59.22 sek.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ísland sendir tólf keppendur á NM í frjálsum í Turku

Norðurlandamót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Finnlandi dagana 8. – 11. ágúst næs…