Heim 2. TBL. 2025 Snævar með tvö ný Íslandsmet á Sumarmeistaramóti SSÍ

Snævar með tvö ný Íslandsmet á Sumarmeistaramóti SSÍ

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar með tvö ný Íslandsmet á Sumarmeistaramóti SSÍ
0
626

Sumarmeistaramót SSÍ fór fram um síðastliðna helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Snævar Örn Kristmannsson ÍFR/Breiðablik setti þar tvö ný Íslandsmet í flokki S15 (sundfólk með einhverfu). Snævar hefur farið mikinn í lauginni síðustu misseri og lét vel til sín taka á Sumarmeistaramótinu.

Snævar setti Íslandsmet í 50m skriðsundi og í 100m skriðsundi en hann verður keppandi Íslands á Heimsmeistaramóti VIRTUS í sundi sem fram fer í Tælandi 20.-30. ágúst næstkomandi.

Metin sem Snævar setti um helgina voru 50m skriðsund á tímanum 27.03 sek og 100m skriðsund á tímanum 59.22 sek.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Án sjálfboðaliða væri starfið ekki jafn blómlegt og öflugt

Ágæti lesandi Ég vil byrja þetta ávarp mitt á að hrósa Alþingi Íslands fyrir að staðfesta …