Norðurlandamót í sundi fór fram 1.-3. desember. Mótið var haldið í Vejle í Danmörku. Keppendur voru um 300 og komu frá níu löndum, keppt er í fullorðins – og unglingaflokkum, og í flokki fatlaðra. Sundsamband Íslands var með 17 keppendur og Íþróttasamband fatlaðra með 6 keppendur á mótinu.
Frá Íþróttasambands fatlaðra kepptu Róbert Ísak Jónsson (S14), Sonja Sigurðardóttir (S3), Thelma Björg Björnsdóttir (S6, SB5), Anna Rósa Þrastardóttir (S14), Emelía Ýr Gunnarsdóttir(S14) og Snævar Örn Kristmannsson. (S15 – Keppti í opnum flokki). Þeim til halds og traust voru Ragnar Friðbjarnarson (landsliðsþjálfari), Marinó Ingi Adolfsson (þjálfari) og aðstoðarkonurnar, Steinunn Einarsdóttir og Hafdís Aðalsteinsdóttir.
Krakkarnir voru land og þjóð til sóma að venju og stóðu sig eins og sannar hetjur. Þau náðu öll að synda sig inn í úrslit. Enn keppt er í öllum fötlunarflokkum saman og úrslit raðast eftir alþjóðlegri stigatöflu IPC.
Róbert Ísak Jónsson (S14) Varð Norðurlandameistari, setti Íslandsmet, Norðurlanda- og Evrópumet í 50 bringusundi (S14) á tímanum 30.40, vann silfur í 100m flugsundi á tímanum 57,19 rétt við Íslandmetið sitt og brons í 50m bringusundi á 26.09 eða 0.01 sek frá Íslandsmetinu sínu. Þess má einnig geta að Róbert var annar stigahæsti sundmaðurinn í karlaflokki fatlaðra.
Thelma Björg Björnsdóttir (S6, SB5) vann silfur í 100m bringusundi á tímanum 1:55.46 og í 50m bringusundi á tímanum 52.62. Brons í 400skriðsundi á tímanum 6:28.57 og í 200m skriðsundi á tímanum 3:09.87. Einnig synti hún til úrslita í 100m skriðsundi á einum af sínum bestu tímum, 1:28.75.
Sonja Sigurðardóttir (S3) setti Íslandsmet í flokki S3 í öllum þremur greinunum sem hún synti á mótinu og synti til úrslita í 50 og 100m baksundi. Fyrst setti hún íslandmet í 50m baksundi 1:11.12 sem hún bætti svo í úrslitum í 1:10.22. svo í 50m skriðsundi synti hún á 1:10.18 og að lokum setti hún Íslandsmet í 100m skriðsundi á 2:31.86.
Emelía Ýr Gunnarsdóttir(S14) Varð Norðurlandameistari í 200m fjórsundi á tímanum 3:05.77, vann brons í 50m flugsundi á tímanum 36.83 og brons í 100m flugsundi rétt við sinn besta tíma. Auk þess synti hún til úrslita í 100m flugsundi og 50m skriðsundi.
Anna Rósa Þrastardóttir (S14) synti til úrslita í öllum sundum sem hún tók þátt í. 50, 100, 200 og 400m skriðsundi þar sem hún synti við sína bestu tíma.
Snævar Örn Kristmannsson (S15) Keppti í Opna hluta mótsins þar sem hann er með VIRTUS flokkun í flokki einhverfa. Snævar keppti í 50m, 100m og 200m flugsundi og 50m skriðsundi. Hann komst í úrslit í 200m flugsundi og bætti sinn besta tíma í undanrásum í því sundi og setti því Íslandmet 2:16,69. Hann setti einnig íslandmet í 50m flugsundi á tímanum 27.49. Virkilega góð reynsla og hvatning fyrir hinar Norðurlandaþjóðirnar að innleiða hans flokk inn á Norðurlandamót enn mikill áhugi er að gera það jafnvel á næsta móti sem haldið verður á íslandi.