Heim 2. tbl. 2024 Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4
0
300

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag í Laugardalshöll eftir tveggja daga spennandi keppni. Mótið var haldið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík sem í ár fagnar 50 ára afmæli sínu en ÍFR er elsta íþróttafélag fatlaðra á Íslandi.

Annað árið í röð varð Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu á Siglufirði Íslandsmeistari í 1. deild. En hann hafði einnig sigur í einliðaleiknum í fyrra þegar mótið fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Ástvaldur Ragnar Bjarnason frá Nes varð Íslandsmeistari í rennuflokki og Ingi Björn Þorsteinsson frá ÍFR varð Íslandsmeistari í flokki BC 1-4.

Vilhjálmur Jónsson úr Nes hafði sigur í 2. deild, Arnfríður Stefánsdóttir úr Akri sigraði 3. deild, Hugljúf Sigtryggsdóttir frá Snerpu vann 4. deild, Edvin Kristinsson frá Suðra hafði sigur í 5. deild og í 6. deild var það Rut Guðnýjardóttir frá Völsungi sem bar sigur úr býtum.

Framundan er sveitakeppnin í boccia á vormánuðum sem og Norðurlandameistaramót sem fram fer á Íslandi í maímánuði 2025.

Stjórn og starfsfólk ÍF og boccianefnd vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til ÍFR fyrir vasklega framkvæmd við mótið og gott utanumhald. Einnig fá sjálfboðaliðar við mótið sérstakar þakkir fyrir sitt framlag um helgina.

Sigurvegarar í flokki BC 1 til 4

  1. deild
    Sigurjón Sigtryggsson, Snerpe – 1. sæti
    Bryndís Brynjólsdóttir, Nes – 2. sæti
    Guðrún Ólafsdóttir, Fjörður – 3. sæti
  2. deild
    Vilhjálmur Þór Jónsson, Nes – 1. sæti
    Ragnar Björnsson, Fjörður – 2. sæti
    Sveinn Þór Kjartansson, Snerpa – 3. sæti
  3. deild
    Arnfríður Stefánsdóttir, Akur – 1. sæti
    Unnur Marta Svansdóttir, Akur – 2. sæti
    Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Akur – 3. sæti
  4. deild
    Hugljúf Sigtryggsdóttir, Snerpa – 1. sæti
    Ólafur Karlsson, Völsungur – 2. sæti
    Helgi Sæmundsson, Nes – 3. sæti
  5. deild
    Edvin Kristinsson, Suðri – 1. sæti
    Guðrún Jóna Ingvadóttir, Gnýr – 2. sæti
    María Dröfn Einarsdóttir, Eik – 3. sæti
  6. deild
    Rut Guðnýjardóttir, Völsungur – 1. sæti
    Björney Þórunn Sigurlaugsdóttir, Ösp – 2. sæti
    Rósa Ösp Traustadóttir, Akur – 3. sæti

Rennuflokkur
Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes – 1. sæti
Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp – 2. sæti
Karl Guðmundsson, Eik – 3. sæti

BC 1 til 4
Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR – 1. sæti
Hlynur Bergþór Steingrímsson, ÍFR – 2. sæti
Haukur Hákon Loftsson, ÍFR – 3. sæti

Sigurvegarar í rennuflokki

Myndir/ JBÓ

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…